Innlent

Jóhanna segir að Icesave muni leysast á endanum

Jóhanna Sigurðardóttir segir að Svíar og Norðmenn hafi lofað áframhaldandi lánveitingum til handa Íslendingum þrátt fyrir niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Icesave. Hún flutti munnlega skýrslu um málið í dag þar sem þetta kom fram meðal annars. Jóhanna sagði að ríkisstjórnin hafi verið í stöðugu sambandi við alla aðila málsins frá því niðurstaðan varð ljós og sagði hún róið öllum árum að því að skýra málstað Íslendinga. Sagði hún að viðbrögð við þeim skýringum hafi yfirleitt verið yfirveguð og fremur jákvæð.

Jóhanna sagði verkefnið framundan þvíþætt, annars vegar Icesave og ESA, og hinsvegar að tryggja að efnahagsendureisnin gangi eftir sem áður fram. Þá sagði Jóhanna ljóst að niðurstaðan kalli á endurmat á áætlun um afnám gjaldeyrishafta auk þess sem tryggja verði áframhaldandi farsælt samstarf við AGS.

Jóhanna sagðist telja að mestu máli skipti að allir standi saman og að á stjórnmálamönnum hvíli sú skylda að sameinast um að hefja mál þetta upp í deilufarvegi. Hún segir ljóst að deilan muni leysast, hvort sem það verði eftir eitt, tvö eða þrjú ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×