Innlent

Úrslit MORFÍS í beinni á netinu í kvöld

Boði Logason skrifar
Verzlunarskóli Íslands hefur unnið MORFÍS oftast allra skóla. Hér fagnar sigurliðið árið 2004.
Verzlunarskóli Íslands hefur unnið MORFÍS oftast allra skóla. Hér fagnar sigurliðið árið 2004. Mynd úr safni
Úrslit MORFÍS fara fram klukkan 20 í Háskólabíói í kvöld. Í ár eru það Menntaskólinn við Sund og Menntaskólinn í Reykjavík sem munu etja kappi en MS hefur titil að verja eftir að skólinn vann Verzlunarskóla Íslands í úrslitunum í fyrra.

Umræðuefnið í ár er Frjálshyggja, og mælir MR með en MS á móti. Í ár verður keppnin sýnd í beinni útsendingu á netinu en það hefur ekki verið í boði í mörg ár.

Fyrir áhugasama geta þeir fylgst með keppninni í beinni útsendingu á vefnum xtv.is - en eins og áður segir, byrjar keppnin á slaginu klukkan 20.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×