Innlent

Ekki sjálfgefið hvort Atli styðji tillögu um vantraust

Atli Gíslason.
Atli Gíslason.
"Það er ekki sjálfgefið að ég muni styðja þessa tillögu, segir Atli Gíslason, fyrrverandi þingmaður VG sem nú er utan þingflokka. Hann segist ekki hafa kynnt sér vantrauststillögu Bjarna Benediktssonar sem hann hyggst leggja fram í dag.

Atli segist þó ekki vilja útiloka neitt varðandi hvaða afstöðu hann taki til málsins. Lilja Mósesdóttir, sem yfirgaf þingflokk VG á sama tíma og Atli, er fjarverandi á þingi þar sem hún er stödd í útlöndum.

Sama er að segja um þá Birki Jón Jónsson varaformann Framsóknarflokksins og Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann. Sigmundur mun vera staddur á Svalbarða samkvæmt heimildum fréttastofu.


Tengdar fréttir

Bjarni leggur fram vantrauststillögu á ríkisstjórnina

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokki ætlar að leggja fram vantrauststillögu á ríkisstjórnina. Þetta kom fram í máli hans þegar hann svaraði munnlegri skýrslu Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra um niðurstöður Icesave málsins.

Jóhanna vill flýtimeðferð á vantrauststillögu

Jóhanna Sigurðardóttir ætlar að óska eftir því við forseta Alþingis að vantrauststillaga Bjarna Benediktssonar fái flýtimeðferð í þinginu. Óvíst er hvenær tillagan verður tekin fyrir en heimildir fréttastofu herma að það gæti orðið á fimmtudaginn kemur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×