Innlent

Strandveiðar stöðvaðar á vestursvæði á miðnætti

Strandveiðar verða stöðvaðar á svonefndu vestursvæði, eða frá Snæfellsnesi að Súðavík við Ísafjarðardjúp, frá og með miðnætti í kvöld, þar sem bátarnir eru umþaðbil að klára ágústkvótann.

Sjómenn hafa því ekki nema daginn í dag til að klára veiðarnar. Töluvert er eftir að kvóta á hinum svæðunum þremur, þótt kvótinn sé minni þar en á vestursvæðinu.

En á það er að líta að lang flestir strandveiðibátanna hafa veiðileyfi á vestursvæðinu. Yfir 600 skip og bátar voru komin á sjó við landið klukkan sex í morgun og er búist við að talan fari yfir 900 þegar líður á daginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×