Innlent

Nemendur í Kvikmyndaskólanum skora á Jóhönnu

Hópur nemenda úr Kvikmyndaskóla Íslands ætlar að mæta á tröppur stjórnarráðsins klukkan hálf níu til að afhenda forsætisráðherra áskorun um að gera tafarlaust viðunandi samning við skólann og tryggja þannig rekstur hans.

Á þremur sólarhringum hafa 3,200 einstaklingar undirritað áskorunina. Eins og fram er komið í fréttum á skólinn, sem er einkaskóli, í miklum fjárhagserfiðleikum og að óbreyttu verður honum líklega lokað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×