Innlent

Nýjar þjónustuíbúðir aldraðra rísa við Sléttuveg

Að undirskrift lokinni f.v. Jón Gnarr, borgarstjóri, Guðmundur Hallvarðsson, stjórnarformaður Sjómannadagsráðs, Stella Kr. Víðisdóttir, sviðsstjóri, Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu og Ásgeir Ingvason, forstjóri Sjómanndagsráðs.
Að undirskrift lokinni f.v. Jón Gnarr, borgarstjóri, Guðmundur Hallvarðsson, stjórnarformaður Sjómannadagsráðs, Stella Kr. Víðisdóttir, sviðsstjóri, Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu og Ásgeir Ingvason, forstjóri Sjómanndagsráðs.
Borgarstjórinn í Reykjavík, Jón Gnarr, og Guðmundur Hallvarðsson, stjórnarformaður Sjómannadagsráðs, hafa undirritað þjónustusamning um rekstur þjónustukjarna fyrir aldraða í Reykjavík.



Samkvæmt samningnum mun Hrafnista reisa þjónustukjarna og 100 þjónustu- og öryggisíbúðir við Sléttuveg, þar sem boðið verður upp á alhliða þjónustu við aldraða. Reykjavíkurborg mun leigja þjónustukjarnann undir þjónustu borgarinnar við aldraða, en auk þess mun borgin hafa 20 þjónustuíbúðir til ráðstöfunar sem verða leigðar út á vegum velferðarsviðs borgarinnar.

Gert er ráð fyrir að bygging hefjist á næsta ári og að þjónusta verði veitt frá árinu 2013.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×