Innlent

Auðgunar- og hegningarlagabrotum fjölgar

Hegningarlaga- og auðgunarbrotum fer fjölgandi milli ára, samkvæmt ársskýrslu Ríkislögreglustjóra fyrir árið 2010. Kynferðisbrotum, manndrápum og líkamsmeiðingum fer hinsvegar fækkandi.

Meðalfjöldi auðgunarbrota á árabilinu 2008-2010 var 9,5% hærri en á árunum 2007-2009, en í ársskýrslunni er unnið út frá meðalfjölda brota á þriggja ára tímabili. Þá hækkaði meðalfjöldi hegningarlagabrota einnig um 3,2%.

Meðalfjöldi brota gegn lífi og líkama lækkaði hinsvegar um tæp 5,8% milli tímabilanna, en flokkurinn nær til kynferðisbrota annars vegar og manndrápa og líkamsmeiðinga hinsvegar.

Markmiðið sem sett hafði verið fyrir árið 2010 var að fækka brotum um 2% í öllum þremur flokkum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×