Helga Margrét: Fer bara í réttirnar í staðinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. ágúst 2011 06:00 Helga Margrét Þorsteinsdóttir Mynd/Valli Helga Margrét Þorsteinsdóttir er ekki enn komin af stað eftir meiðslin sem hún varð fyrir á EM unglinga á dögunum. Hún er búin að afskrifa það að ná lágmörkum fyrir HM í Kóreu og leggur nú áherslu á að losna alveg við meiðslin sem hafa hrjáð hana. „Ég býst við því að ég keppi ekkert meira í sumar. Maður tekur þá pásuna aðeins fyrr og byrjar bara undirbúningstímabilið aftur. Maður verður bara að taka þessu," segir Helga Margrét og bætir við: „Þetta er svolítið sem ég hef glímt við lengi. Ég get hlaupið upp að 80 prósentum en um leið og maður ætlar að fara að taka eitthvað meira á en það þá segir allt bara stopp," lýsir Helga Margrét en hún varð að hætta keppni á EM 22 ára á dögunum. „Ég er ekki verri núna en ég var fyrir þrautina á Evrópumeistaramótinu. Ég get æft og ég get keppt upp að vissu marki. Ég hef engan áhuga á því að halda þannig áfram og ég ætla bara að laga þetta í eitt skipti fyrir öll. Ég þarf að vera mjög dugleg í öllum þessum endurhæfingaræfingum og í því að styrkja vöðvana í kring. Ég vona að ég geti byrjað hægt og rólega og reynt að fara svo alltaf hraðar og hraðar," segir Helga en hún segir ómögulegt að setja einhver tímamörk á það hvenær hún verður orðin hundrað prósent. „Það jákvæðasta sem ég sé við þetta er að ég geti farið í réttirnar í sveitinni í staðinn fyrir að vera í Kóreu þó að það sé ekki óskastaða. Ég var alveg búin að búa mig undir það að missa af réttunum þetta árið og fannst það bara fínt svo lengi sem ég væri í Kóreu," segir Helga. „Það kemur HM eftir þetta HM og það tekur mörg ár að byggja upp. Þó að það gangi ekki upp á næsta ári eða þarnæsta ári þá gildir bara að halda ótrauð áfram og láta engan bilbug á sér finna." Innlendar Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er eins og að vera dömpað“ Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Metin sex sem Salah setti í gær Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sár Verstappen hótar sniðgöngu Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Sjá meira
Helga Margrét Þorsteinsdóttir er ekki enn komin af stað eftir meiðslin sem hún varð fyrir á EM unglinga á dögunum. Hún er búin að afskrifa það að ná lágmörkum fyrir HM í Kóreu og leggur nú áherslu á að losna alveg við meiðslin sem hafa hrjáð hana. „Ég býst við því að ég keppi ekkert meira í sumar. Maður tekur þá pásuna aðeins fyrr og byrjar bara undirbúningstímabilið aftur. Maður verður bara að taka þessu," segir Helga Margrét og bætir við: „Þetta er svolítið sem ég hef glímt við lengi. Ég get hlaupið upp að 80 prósentum en um leið og maður ætlar að fara að taka eitthvað meira á en það þá segir allt bara stopp," lýsir Helga Margrét en hún varð að hætta keppni á EM 22 ára á dögunum. „Ég er ekki verri núna en ég var fyrir þrautina á Evrópumeistaramótinu. Ég get æft og ég get keppt upp að vissu marki. Ég hef engan áhuga á því að halda þannig áfram og ég ætla bara að laga þetta í eitt skipti fyrir öll. Ég þarf að vera mjög dugleg í öllum þessum endurhæfingaræfingum og í því að styrkja vöðvana í kring. Ég vona að ég geti byrjað hægt og rólega og reynt að fara svo alltaf hraðar og hraðar," segir Helga en hún segir ómögulegt að setja einhver tímamörk á það hvenær hún verður orðin hundrað prósent. „Það jákvæðasta sem ég sé við þetta er að ég geti farið í réttirnar í sveitinni í staðinn fyrir að vera í Kóreu þó að það sé ekki óskastaða. Ég var alveg búin að búa mig undir það að missa af réttunum þetta árið og fannst það bara fínt svo lengi sem ég væri í Kóreu," segir Helga. „Það kemur HM eftir þetta HM og það tekur mörg ár að byggja upp. Þó að það gangi ekki upp á næsta ári eða þarnæsta ári þá gildir bara að halda ótrauð áfram og láta engan bilbug á sér finna."
Innlendar Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er eins og að vera dömpað“ Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Metin sex sem Salah setti í gær Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sár Verstappen hótar sniðgöngu Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Sjá meira