Innlent

Kjarnorkuárása á Japan minnst

Minningarathöfn um kjarnorkuárásir Bandaríkjanna á Japan verður í Reykjavík og á Akureyri í kvöld. Frá Reykjavíkurtjörn í fyrra.
Minningarathöfn um kjarnorkuárásir Bandaríkjanna á Japan verður í Reykjavík og á Akureyri í kvöld. Frá Reykjavíkurtjörn í fyrra. fréttablaðið/valli
Kertum verður fleytt í kvöld til minningar um fórnarlömb kjarnorkuárása Bandaríkjanna á japönsku borgirnarHiroshima og Nagasaki. Í Reykjavík fer athöfnin fram við Tjörnina og hefst klukkan 22.30. Borgarstjóri mun flytja ávarp. Á Akureyri verður kertum fleytt á tjörninni við Minjasafnið. Áki Sebastian Frostason flytur ávarp.

Nú eru liðin 66 ár síðan Bandaríkjamenn vörpuðu sprengjunum á borgirnar tvær. Árásin á Hiroshima var gerð 6. ágúst en 9. ágúst á Nagasaki. Alls dóu rúmlega 160 þúsund manns í sprengjunum og 10 til 50 þúsund í kjölfarið. - kóp




Fleiri fréttir

Sjá meira


×