Körfubolti

Grindavík nælir í fyrrum NBA-leikmann

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gillespie í leik í Nýja-Sjálandi.
Gillespie í leik í Nýja-Sjálandi.

Karlalið Grindavíkur í Iceland Express-deildinni mun mæta til leiks á nýju ári með nýjan Kana en Jeremy Kelly hefur verið sendur heim. Kelly meiddist í leiknum gegn Keflavík fyrir jól og er ekki búinn að jafna sig.

Í hans stað kemur maður að nafni Brock Gillespie en hann hefur verið að leika í Þýskalandi fyrir áramót.

Hann er 27 ára bakvörður sem átti glæstan feril í mennta- og háskóla. Hann lék í Nýja-Sjálandi leiktíðina 2005-06 og varð meistari.

Gillespie lék í NBA-deildinni árið 2007 en þá spilaði hann lokaleiki tímabilsins með Charlotte Bobcats.

Hann hefur síðar komið viða við og meðal annars á Spáni og í Sviss. Gillespie átti einnig stutta viðkomu í arabísku deildinni á síðustu leiktíð þannig að hann er ansi sigldur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×