Jesús var líklega til Pawel Bartoszek skrifar 3. janúar 2011 08:06 Nú þegar næstmikilvægasta hátíð kristinnar trúar stendur yfir má lesa margskonar forvitnilegar vangaveltur frá kristnari mönnum samfélagsins. Allt of oft þegar minnst er á hinn svokallaða sanna anda jólanna geta menn ekki látið sér nægja að fagna þeim siðum sem þeir sjálfir hafa alist upp við heldur þurfa að ýja að því að þeir sem trúi ekki sögunni um jólabarnið eigi eitthvað minna tilkall til jólanna en aðrir. En var Jesús sjálfur yfirhöfuð til? Engar heimildir eru um störf eða orð Krists frá neinum sem segist hafa hitt hann. Miðað við hve margt stórfenglegt hefur átt að eiga sér stað á ævi Jesúsar samkvæmt guðspjöllunum eru rómverskar samtímaheimildir furðuþöglar eða fáorðar um tilvist hans. Finna má örfáar setningar um Jesús eða Krist í rómverskum og gyðinglegum heimildum frá lokum fyrstu aldar, til dæmis frá Tacitusi eða Flavíusi Jósefusi. Báðar þessar heimildir innihalda 2-3 setningar um Jesús og kristna menn en þær eru ritaðar eftir tíma fyrstu guðspjallanna, og okkar útgáfur þessara rita eru seinni tíma kristnar eftirritanir. Heimildarlegt gildi þeirra er því dálítið hæpið. Skortur á óyggjandi sagnfræðilegum heimildum er auðvitað engin sönnun þess að eitthvað hafi ekki átt sér stað. Almennt hafa afar fáar heimildir fornaldar varðveist óskaddaðar og ómengaðar til okkar tíma, og því miður þá bera fáir meiri sök í þeim efnum en einmitt sá trúarhópur sem ráðið hefur mestu í Evrópu undanfarnar tuttugu aldir. Trúvilla og guðlast eru orð sem rænt hafa okkur stórum hluta af sögulegri arfleið mannkyns. Hér er ekki aðeins átt við rit um vísindi, menningu og önnur trúarbrögð fornaldar, sem glötuðust vegna þess að efni þeirra féll í ónáð eða ekki þótti ástæða til að afrita þau, heldur líka aðrar frumkristnar heimildir um ævi Jesúsar og lærisveinanna en þær sem rötuðu í nýja testamentið. Feður kirkjunnar vildu verja sögu um guð á jörðu sem gerði kraftaverk og reis upp frá dauðum. Ætla má að öllu mannlegri spámaður, sem boðaði meira og töfraði minna, hefði þótt minna spennandi. Heimildirnar okkar um frumkristni hafa því bjagast mikið. En reynum við að beita hefðbundnum aðferðum sagnfræðinnar, og kjósum að taka þá Tacitus og Flavíus trúanlega, þá getum við samt lítið annað fullyrt með vissu en að á fyrri hluta fyrstu aldar hafi starfað í Palestínu trúboði sem fangað hafi hugi margra og verið tekinn af lífi. Mikið lengra komumst við ekki án þess að grípa til getgátna. Hin ljúfa dæmisaga af fæðingu Krists sem lesin er í kirkjum landsins í tengslum við jólahaldið er nokkuð bersýnilega búin til eftir á. Á sinn hátt er hún raunar sjálf nokkuð sterk óbein sönnun fyrir því að einhver að nafni Jesús frá Nasaret hafi verið til. Samkvæmt gömlum spádómi átti spámaðurinn að fæðast í Betlehem og því bjuggu menn til þessa atburðarás með manntalið og ferðalag ungu hjónanna. Hefði Jesús verið goðsögn með öllu hefði verið hægur vandi að láta hann bara vera frá Betlehem, en ekki frá Nasaret. Til eru þeir sem líta á dæmisögur trúarrita sem gallharðan sannleik. Aðrir reyna að finna boðskapinn sem að baki sögunum liggur og þykir þá minna atriði hvort þær sjálfar lýsi sögulegum staðreyndum eður ei. Sjálfur tilheyri ég hvorugum hópnum, ég sæki mín siðferðislegu gildi ekki í trúarrit, þótt mér sé í sjálfu sér ósárt hvaða hugmyndakerfi menn tileinka sér sem ástæðu til að koma vel fram við aðra. En ég get varla annað en andmælt þeim sem halda því fram að hugmyndafræðilegur grundvöllur samfélags okkar hvíli á sögunni um barnið, jötuna og vitringana þrjá sem sögð er á jólavertíðinni. Það þykir mér hæpið veðmál. Ég óska öllum, kristnum sem öðrum, farsæls árs. Um leið minni ég fólk á að þótt dæmisagan sem fær okkur til að gefa vinum gjafir þegar það er kalt og dimmt sé kristin að uppruna er boðskapurinn algildur. Engin ein lífsskoðun hefur einkarétt á manngæsku og gjafmildi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Pawel Bartoszek Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun
Nú þegar næstmikilvægasta hátíð kristinnar trúar stendur yfir má lesa margskonar forvitnilegar vangaveltur frá kristnari mönnum samfélagsins. Allt of oft þegar minnst er á hinn svokallaða sanna anda jólanna geta menn ekki látið sér nægja að fagna þeim siðum sem þeir sjálfir hafa alist upp við heldur þurfa að ýja að því að þeir sem trúi ekki sögunni um jólabarnið eigi eitthvað minna tilkall til jólanna en aðrir. En var Jesús sjálfur yfirhöfuð til? Engar heimildir eru um störf eða orð Krists frá neinum sem segist hafa hitt hann. Miðað við hve margt stórfenglegt hefur átt að eiga sér stað á ævi Jesúsar samkvæmt guðspjöllunum eru rómverskar samtímaheimildir furðuþöglar eða fáorðar um tilvist hans. Finna má örfáar setningar um Jesús eða Krist í rómverskum og gyðinglegum heimildum frá lokum fyrstu aldar, til dæmis frá Tacitusi eða Flavíusi Jósefusi. Báðar þessar heimildir innihalda 2-3 setningar um Jesús og kristna menn en þær eru ritaðar eftir tíma fyrstu guðspjallanna, og okkar útgáfur þessara rita eru seinni tíma kristnar eftirritanir. Heimildarlegt gildi þeirra er því dálítið hæpið. Skortur á óyggjandi sagnfræðilegum heimildum er auðvitað engin sönnun þess að eitthvað hafi ekki átt sér stað. Almennt hafa afar fáar heimildir fornaldar varðveist óskaddaðar og ómengaðar til okkar tíma, og því miður þá bera fáir meiri sök í þeim efnum en einmitt sá trúarhópur sem ráðið hefur mestu í Evrópu undanfarnar tuttugu aldir. Trúvilla og guðlast eru orð sem rænt hafa okkur stórum hluta af sögulegri arfleið mannkyns. Hér er ekki aðeins átt við rit um vísindi, menningu og önnur trúarbrögð fornaldar, sem glötuðust vegna þess að efni þeirra féll í ónáð eða ekki þótti ástæða til að afrita þau, heldur líka aðrar frumkristnar heimildir um ævi Jesúsar og lærisveinanna en þær sem rötuðu í nýja testamentið. Feður kirkjunnar vildu verja sögu um guð á jörðu sem gerði kraftaverk og reis upp frá dauðum. Ætla má að öllu mannlegri spámaður, sem boðaði meira og töfraði minna, hefði þótt minna spennandi. Heimildirnar okkar um frumkristni hafa því bjagast mikið. En reynum við að beita hefðbundnum aðferðum sagnfræðinnar, og kjósum að taka þá Tacitus og Flavíus trúanlega, þá getum við samt lítið annað fullyrt með vissu en að á fyrri hluta fyrstu aldar hafi starfað í Palestínu trúboði sem fangað hafi hugi margra og verið tekinn af lífi. Mikið lengra komumst við ekki án þess að grípa til getgátna. Hin ljúfa dæmisaga af fæðingu Krists sem lesin er í kirkjum landsins í tengslum við jólahaldið er nokkuð bersýnilega búin til eftir á. Á sinn hátt er hún raunar sjálf nokkuð sterk óbein sönnun fyrir því að einhver að nafni Jesús frá Nasaret hafi verið til. Samkvæmt gömlum spádómi átti spámaðurinn að fæðast í Betlehem og því bjuggu menn til þessa atburðarás með manntalið og ferðalag ungu hjónanna. Hefði Jesús verið goðsögn með öllu hefði verið hægur vandi að láta hann bara vera frá Betlehem, en ekki frá Nasaret. Til eru þeir sem líta á dæmisögur trúarrita sem gallharðan sannleik. Aðrir reyna að finna boðskapinn sem að baki sögunum liggur og þykir þá minna atriði hvort þær sjálfar lýsi sögulegum staðreyndum eður ei. Sjálfur tilheyri ég hvorugum hópnum, ég sæki mín siðferðislegu gildi ekki í trúarrit, þótt mér sé í sjálfu sér ósárt hvaða hugmyndakerfi menn tileinka sér sem ástæðu til að koma vel fram við aðra. En ég get varla annað en andmælt þeim sem halda því fram að hugmyndafræðilegur grundvöllur samfélags okkar hvíli á sögunni um barnið, jötuna og vitringana þrjá sem sögð er á jólavertíðinni. Það þykir mér hæpið veðmál. Ég óska öllum, kristnum sem öðrum, farsæls árs. Um leið minni ég fólk á að þótt dæmisagan sem fær okkur til að gefa vinum gjafir þegar það er kalt og dimmt sé kristin að uppruna er boðskapurinn algildur. Engin ein lífsskoðun hefur einkarétt á manngæsku og gjafmildi.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun