Bregðum blysum á loft Gerður Kristný skrifar 3. janúar 2011 03:00 Þær voru margar gæsahúðastundirnar á síðasta ári. Ferðast var um framandi slóðir, lítið barn bættist við fjölskylduna og góðir vinir samfögnuðu á stórafmæli. Þegar allt þetta leggst saman sannfærist ég um að þetta séu góðir tímar. Hápunktur ársins 2010 var vafalítið kvennafrídagurinn 25. október þegar mikil kvenfjöld safnaðist saman víða um land til að efla samstöðuna og rifja upp hvers vegna hún skiptir máli. Í aðdraganda kvennafrídagsins var meðal annars hamrað á að konur hafi alltaf þurft að berjast sjálfar fyrir réttindum sínum. Þau hefðu aldrei komið fyrirhafnarlaust. Kvennafrídagurinn sem haldinn var árið 1975 hefur löngum verið sveipaður dýrðarljóma í huga mínum og því varð ég ákaflega hrærð þegar ég var beðin um að flytja eigið ljóð á sviðinu í miðbæ Reykjavíkur nú í ár. Mínúturnar fimm sem liðu á milli þessi sem Kolbrún Halldórsdóttir ýtti mér að hljóðnemanum og leiddi mig síðan frá honum eiga eftir að ylja mér lengi. Þegar ég kom aftur út í áhorfendaskarann gekk ég fyrir hreina tilviljun fram á vinkonur mínar. Vindur og regn komu ekki í veg fyrir að við læstum saman örmum og tókum undir með söngflokknum sem lauk athöfninni með því að flytja lögin af plötunni Áfram stelpur. Það var svo gaman! Stjórnvöld geta vissulega haft ýmis áhrif á líf okkar en það eru ekki þau sem ráða gæsahúðastundunum. Þær búum við sjálf til og okkar nánustu, þeir sem við ákveðum sjálf að skipta okkur máli. Eina slíka átti ég í bókaverslun skömmu fyrir jól þegar ég sá að Skólaljóðin hefðu verið endurútgefin, bókin sem ég hef gætt sem sjáaldurs augna minna frá því mér voru gefin þau í Álftamýrarskóla. Engin önnur námsbók hefur haft jafnmikil áhrif á líf mitt - og ekki aðeins allt það fagra sem í henni stendur heldur líka allt sem í hana vantar. Þessi bók er merkur minnisvarði. Ljóð Halldóru B. Björnsson (1907-1968) eru til að mynda ekki að finna í Skólaljóðunum. Í Jarðljóðum yrkir hún á eftirfarandi hátt um fyrstu konuna sem fór út í geiminn: „Vér / konur jarðar / konur Evrópu / konur Asíu / konur Ameríku / konur Ástralíu / vér kveikjum ljós vor / þegar rökkvar / því ef til vill / er Valentína Tereskova / úti í myrkum geimnum" Ljóðið fann ég í Stúlku - Ljóð eftir íslenskar konur sem Helga Kress tók saman. Við eigum að lýsa hver annarri veginn. Gleðilegt nýtt ár! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Gerður Kristný Skoðanir Mest lesið Halldór 05.04.2025 Halldór Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Þegar vald óttast þekkingu. Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun
Þær voru margar gæsahúðastundirnar á síðasta ári. Ferðast var um framandi slóðir, lítið barn bættist við fjölskylduna og góðir vinir samfögnuðu á stórafmæli. Þegar allt þetta leggst saman sannfærist ég um að þetta séu góðir tímar. Hápunktur ársins 2010 var vafalítið kvennafrídagurinn 25. október þegar mikil kvenfjöld safnaðist saman víða um land til að efla samstöðuna og rifja upp hvers vegna hún skiptir máli. Í aðdraganda kvennafrídagsins var meðal annars hamrað á að konur hafi alltaf þurft að berjast sjálfar fyrir réttindum sínum. Þau hefðu aldrei komið fyrirhafnarlaust. Kvennafrídagurinn sem haldinn var árið 1975 hefur löngum verið sveipaður dýrðarljóma í huga mínum og því varð ég ákaflega hrærð þegar ég var beðin um að flytja eigið ljóð á sviðinu í miðbæ Reykjavíkur nú í ár. Mínúturnar fimm sem liðu á milli þessi sem Kolbrún Halldórsdóttir ýtti mér að hljóðnemanum og leiddi mig síðan frá honum eiga eftir að ylja mér lengi. Þegar ég kom aftur út í áhorfendaskarann gekk ég fyrir hreina tilviljun fram á vinkonur mínar. Vindur og regn komu ekki í veg fyrir að við læstum saman örmum og tókum undir með söngflokknum sem lauk athöfninni með því að flytja lögin af plötunni Áfram stelpur. Það var svo gaman! Stjórnvöld geta vissulega haft ýmis áhrif á líf okkar en það eru ekki þau sem ráða gæsahúðastundunum. Þær búum við sjálf til og okkar nánustu, þeir sem við ákveðum sjálf að skipta okkur máli. Eina slíka átti ég í bókaverslun skömmu fyrir jól þegar ég sá að Skólaljóðin hefðu verið endurútgefin, bókin sem ég hef gætt sem sjáaldurs augna minna frá því mér voru gefin þau í Álftamýrarskóla. Engin önnur námsbók hefur haft jafnmikil áhrif á líf mitt - og ekki aðeins allt það fagra sem í henni stendur heldur líka allt sem í hana vantar. Þessi bók er merkur minnisvarði. Ljóð Halldóru B. Björnsson (1907-1968) eru til að mynda ekki að finna í Skólaljóðunum. Í Jarðljóðum yrkir hún á eftirfarandi hátt um fyrstu konuna sem fór út í geiminn: „Vér / konur jarðar / konur Evrópu / konur Asíu / konur Ameríku / konur Ástralíu / vér kveikjum ljós vor / þegar rökkvar / því ef til vill / er Valentína Tereskova / úti í myrkum geimnum" Ljóðið fann ég í Stúlku - Ljóð eftir íslenskar konur sem Helga Kress tók saman. Við eigum að lýsa hver annarri veginn. Gleðilegt nýtt ár!
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun