Jafnrétti eða mismunun Steinunn Stefánsdóttir skrifar 13. janúar 2011 06:00 Blindur piltur hefur kært Kópavogsbæ til úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála vegna þess að hann nýtur ekki sömu akstursþjónustu og þorri blindra og sjónskertra í nágrannasveitarfélögum Kópavogs. Piltinum stendur til boða sams konar ferðaþjónusta og ýmsum öðrum hópum fatlaðra í Kópavogi. Bæjarstjórinn í Kópavogi heldur því fram að í því fælist mismunun að blindir og sjónskertir íbúar Kópavogs fengju að ferðast með leigubíl með sama hætti og mikill meirihluta þeirra sem við sambærilega fötlun búa á höfuðborgarsvæðinu. Sú þjónusta byggir á sérstökum samnngi milli Blindrafélagsins og sveitarfélaganna og gengur út á það að þeir sem hennar njóta geta nýtt sér þjónustu venjulegra leigubíla að ákveðnu marki gegn vægu gjaldi á móti greiðslu frá sveitarfélaginu. Þetta fyrirkomulag er til fyrirmyndar og hefur aukið mjög ferðafrelsi og þar með lífsgæði blindra og sjónskertra. Í yfirlýsingu bæjarstjórans þar sem hún meira að segja notar hugtakið jafnrétti, endurspeglast það viðhorf að fatlaðir séu einsleitur hópur sem allur á rétt á sömu þjónustu, í stað þess að líta á málið þannig að hverjum og einum fötluðum sé mætt og gert kleift að vera þátttakandi í samfélagi sínu með fullri reisn. Ísland er aðili að sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks en markmið hans er meðal annars að „stuðla að því að fatlað fólk njóti allra mannréttinda og mannfrelsis til fulls og jafns við aðra." Í þriðju grein sáttmálans segir að meginreglur samningsins séu meðal annars „að fatlaðir geti tekið fullan og virkan þátt í samfélaginu án aðgreiningar," og „virðing fyrir því sjónarmiði að fatlað fólk sé ólíkt og viðurkennt í þeim skilningi að um mannlega fjölbreytni og mannlegt eðli sé að ræða,". Í tuttugustu grein sáttmálans er svo fjallað um ferlimál einstaklinga og þar segir meðal annars: „Aðildarríkin skulu gera árangursríkar ráðstafanir til þess að tryggja að einstaklingum sé gert kleift að fara allra sinna ferða og tryggja sjálfstæði fatlaðs fólks í þeim efnum, eftir því sem frekast er unnt, m.a. með því að greiða fyrir því að fatlað fólk geti farið allra sinna ferða með þeim hætti sem, og þegar, því hentar og gegn viðráðanlegu gjaldi." Viðbrögð bæjarstjórans eru fjarri því að vera í þeim anda sem hér er kveðið á um. Í stað þess líta svo á að sveitarfélagið mæti mismunandi þörfum margbreytilegs hóps fatlaðra þá virðist sem hún geri kröfu um að hinir fötluðu lagi sig að þeirri þjónustu sem sveitarfélagið býður fötluðum sem einsleitum hópi. Þetta viðhorf er áhyggjuefni, ekki síst nú þegar sveitarfélög í landinu hafa nýverið tekið á sig aukin verkefni sem snúa að fötluðu fólki. Í samtali blaðsins við bæjarstjóra Kópavogs í gær kemur fram að markmið bæjarins við yfirtöku sveitarfélaganna á þjónustu við fatlaða sé að skara fram úr. Það er háleitt og gott markmið. Hins vegar liggur fyrir að langt er í land meðan æðsti embættismaður sveitarfélagsins virðist líta á fatlaða sem einn og einsleitan hóp sem öllum ber að þjóna með sama hætti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Blindur piltur hefur kært Kópavogsbæ til úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála vegna þess að hann nýtur ekki sömu akstursþjónustu og þorri blindra og sjónskertra í nágrannasveitarfélögum Kópavogs. Piltinum stendur til boða sams konar ferðaþjónusta og ýmsum öðrum hópum fatlaðra í Kópavogi. Bæjarstjórinn í Kópavogi heldur því fram að í því fælist mismunun að blindir og sjónskertir íbúar Kópavogs fengju að ferðast með leigubíl með sama hætti og mikill meirihluta þeirra sem við sambærilega fötlun búa á höfuðborgarsvæðinu. Sú þjónusta byggir á sérstökum samnngi milli Blindrafélagsins og sveitarfélaganna og gengur út á það að þeir sem hennar njóta geta nýtt sér þjónustu venjulegra leigubíla að ákveðnu marki gegn vægu gjaldi á móti greiðslu frá sveitarfélaginu. Þetta fyrirkomulag er til fyrirmyndar og hefur aukið mjög ferðafrelsi og þar með lífsgæði blindra og sjónskertra. Í yfirlýsingu bæjarstjórans þar sem hún meira að segja notar hugtakið jafnrétti, endurspeglast það viðhorf að fatlaðir séu einsleitur hópur sem allur á rétt á sömu þjónustu, í stað þess að líta á málið þannig að hverjum og einum fötluðum sé mætt og gert kleift að vera þátttakandi í samfélagi sínu með fullri reisn. Ísland er aðili að sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks en markmið hans er meðal annars að „stuðla að því að fatlað fólk njóti allra mannréttinda og mannfrelsis til fulls og jafns við aðra." Í þriðju grein sáttmálans segir að meginreglur samningsins séu meðal annars „að fatlaðir geti tekið fullan og virkan þátt í samfélaginu án aðgreiningar," og „virðing fyrir því sjónarmiði að fatlað fólk sé ólíkt og viðurkennt í þeim skilningi að um mannlega fjölbreytni og mannlegt eðli sé að ræða,". Í tuttugustu grein sáttmálans er svo fjallað um ferlimál einstaklinga og þar segir meðal annars: „Aðildarríkin skulu gera árangursríkar ráðstafanir til þess að tryggja að einstaklingum sé gert kleift að fara allra sinna ferða og tryggja sjálfstæði fatlaðs fólks í þeim efnum, eftir því sem frekast er unnt, m.a. með því að greiða fyrir því að fatlað fólk geti farið allra sinna ferða með þeim hætti sem, og þegar, því hentar og gegn viðráðanlegu gjaldi." Viðbrögð bæjarstjórans eru fjarri því að vera í þeim anda sem hér er kveðið á um. Í stað þess líta svo á að sveitarfélagið mæti mismunandi þörfum margbreytilegs hóps fatlaðra þá virðist sem hún geri kröfu um að hinir fötluðu lagi sig að þeirri þjónustu sem sveitarfélagið býður fötluðum sem einsleitum hópi. Þetta viðhorf er áhyggjuefni, ekki síst nú þegar sveitarfélög í landinu hafa nýverið tekið á sig aukin verkefni sem snúa að fötluðu fólki. Í samtali blaðsins við bæjarstjóra Kópavogs í gær kemur fram að markmið bæjarins við yfirtöku sveitarfélaganna á þjónustu við fatlaða sé að skara fram úr. Það er háleitt og gott markmið. Hins vegar liggur fyrir að langt er í land meðan æðsti embættismaður sveitarfélagsins virðist líta á fatlaða sem einn og einsleitan hóp sem öllum ber að þjóna með sama hætti.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt Skoðun