Arnar Grant: Bakar piparkökur og hlustar á jólalög 1. nóvember 2011 00:01 „Það er svo aldrei að vita nema maður kíki í miðnæturmessu," „Þar sem dóttir mín er tveggja og hálfs árs einkennist undirbúningur jólanna auðvitað mikið af því að kynna hana fyrir jólahátíðinni og öllu því sem henni fylgir," segir Arnar Grant líkamsræktarfrömuður. „Við erum dugleg að segja henni frá jólasveinunum, sýna henni öll jólaljósin og skreytingarnar, baka og skreyta piparkökur og hlusta á jólalög." „Það gefur manni ótrúlega mikið að upplifa jólin gegnum börnin og sjá þessa endalausu gleði í augunum á þeim." „Púðursnjór í svarta myrkri, piparkökuilmur, kertaljós og jólatónlist í rólegheitum heima í hreiðrinu með fjölskyldunni," svarar Arnar þegar við spyrjum hvað kemur honum í hátíðarskapið. Héldu jólin heima í fyrsta sinn „Jólin 2007 eru minnistæð fyrir margar sakir, þó sérstaklega þar sem þetta voru fyrstu jólin hennar Hrafnkötlu dóttur minnar" „Við erum dugleg að segja henni frá jólasveinunum, sýna henni öll jólaljósin og skreytingarnar, baka og skreyta piparkökur og hlusta á jólalög." „Þá ákváðum við Tinna að halda jólin í fyrsta sinn heima hjá okkur, í stað þess að fara norður til foreldra minna. Það eru stór tímamót að halda sín fyrstu jól." Hvernig verður svo aðfangadagskvöldið hjá þér og fjölskyldunni í ár? „Í ár munum við halda jólin heima hjá okkur, ásamt tengdaforeldrum mínum og litlu systur konunnar minnar."„Þetta fer auðvitað allt saman fram eftir uppskriftinni; kræsingarnar verða bornar fram klukkan sex undir ljúfum tónum kirkjuklukkna."„Þetta fer auðvitað allt saman fram eftir uppskriftinni; kræsingarnar verða bornar fram klukkan sex undir ljúfum tónum kirkjuklukkna."„Að því loknu munum við opna pakkana, borða eftirréttinn og lesa jólakortin. Það er svo aldrei að vita nema maður kíki í miðnæturmessu," segir Arnar að lokum.-elly@365.is Jólafréttir Mest lesið Gilsbakkaþula Jól Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Gyðingakökur Jól Marengsterta með lakkrís- og karamellu Jól Mömmukökur bestar Jólin Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól Uppskrift að piparkökuhúsi Jólin Prófaði að grilla hamborgarhrygg Jól Lúsíubrauð Jól Jólaguðspjallið er rammpólitískur texti Jól
„Þar sem dóttir mín er tveggja og hálfs árs einkennist undirbúningur jólanna auðvitað mikið af því að kynna hana fyrir jólahátíðinni og öllu því sem henni fylgir," segir Arnar Grant líkamsræktarfrömuður. „Við erum dugleg að segja henni frá jólasveinunum, sýna henni öll jólaljósin og skreytingarnar, baka og skreyta piparkökur og hlusta á jólalög." „Það gefur manni ótrúlega mikið að upplifa jólin gegnum börnin og sjá þessa endalausu gleði í augunum á þeim." „Púðursnjór í svarta myrkri, piparkökuilmur, kertaljós og jólatónlist í rólegheitum heima í hreiðrinu með fjölskyldunni," svarar Arnar þegar við spyrjum hvað kemur honum í hátíðarskapið. Héldu jólin heima í fyrsta sinn „Jólin 2007 eru minnistæð fyrir margar sakir, þó sérstaklega þar sem þetta voru fyrstu jólin hennar Hrafnkötlu dóttur minnar" „Við erum dugleg að segja henni frá jólasveinunum, sýna henni öll jólaljósin og skreytingarnar, baka og skreyta piparkökur og hlusta á jólalög." „Þá ákváðum við Tinna að halda jólin í fyrsta sinn heima hjá okkur, í stað þess að fara norður til foreldra minna. Það eru stór tímamót að halda sín fyrstu jól." Hvernig verður svo aðfangadagskvöldið hjá þér og fjölskyldunni í ár? „Í ár munum við halda jólin heima hjá okkur, ásamt tengdaforeldrum mínum og litlu systur konunnar minnar."„Þetta fer auðvitað allt saman fram eftir uppskriftinni; kræsingarnar verða bornar fram klukkan sex undir ljúfum tónum kirkjuklukkna."„Þetta fer auðvitað allt saman fram eftir uppskriftinni; kræsingarnar verða bornar fram klukkan sex undir ljúfum tónum kirkjuklukkna."„Að því loknu munum við opna pakkana, borða eftirréttinn og lesa jólakortin. Það er svo aldrei að vita nema maður kíki í miðnæturmessu," segir Arnar að lokum.-elly@365.is
Jólafréttir Mest lesið Gilsbakkaþula Jól Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Gyðingakökur Jól Marengsterta með lakkrís- og karamellu Jól Mömmukökur bestar Jólin Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól Uppskrift að piparkökuhúsi Jólin Prófaði að grilla hamborgarhrygg Jól Lúsíubrauð Jól Jólaguðspjallið er rammpólitískur texti Jól