Sport

Hafnaboltamanni rænt í Venesúela

Wilson Ramos.
Wilson Ramos.
Ekkert er vitað um afdrif Wilson Ramos, leikmanns Washington Nationals í hafnabolta, eftir að honum var rænt af heimili sínu í Venesúela.

Í gærkvöldi réðust fjórir vopnaðir menn inn á heimili Ramos og rændu honum. Faðir hans og bróðir stóðu hjálparlausir og fylgdust með uppákomunni.

Ekkert hefur enn heyrst frá ræningjunum. Líklegt er talið að krafa um lausnargjald berist fljótlega.

Hinn 24 ára gamli Ramos er frá Venesúela en hann var að klára sitt fyrsta tímabil með Nationals í MLB-deildinni.

Það að frægum íþróttamönnum sé rænt í Venesúela er engin nýlunda. Í nær öllum tilfellum eru ræningjarnir að leita eftir peningum og biðja um lausnargjald fyrir leikmennina. Einnig hefur komið reglulega fyrir að mæðrum leikmanna sé rænt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×