Erlent

78 látnir í flugslysi

Mynd af slysstað. Eins og mál standa núna hafa þrír lifað slysið af.
Mynd af slysstað. Eins og mál standa núna hafa þrír lifað slysið af. Mynd/AFP
Að minnsta kosti 78 manns létu lífið í dag þegar flugvél marrokkóska hersins hafnaði á fjalli í sunnanverðu landinu. Þremur hefur verið bjargað úr flakinu á lífi.

Samkvæmt hernum voru sextíu hermenn, tólf óbreyttir borgarar og níu áhafnarmeðlimir um borð í vélinni, sem er sögð hafa brotlent sökum slæmra veðuraðstæðna.

Flugslysið er hið versta í sögu Marokkó frá árinu 1973, en þá létust 105 manns í brotlendingu nálægt höfuðborg landsins, Rabat.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×