Erlent

Mubarak neitar að borða

Hosni Mubarak.
Hosni Mubarak. Mynd/AFP
Yfirlæknir Hosni Mubarak, fyrrverandi forseta Egyptalands, segir hann hafa neitað að borða í fjóra daga og sé nú orðinn grannur og veiklulegur, en réttarhöld yfir Mubarak eiga samkvæmt áætlun að fara fram í næstu viku.

AP fréttastofan greindi frá þessu í dag, en öll töf á réttarhöldunum er talin líkleg til að kynda undir spennu milli herráðsins sem farið hefur með stjórn landsins frá falli Mubaraks, og mótmælenda sem eru orðnir þreyttir á seinaganginum.

Margir Egyptar hafa ásakað herinn um að draga fæturnar þegar það kemur að saksókn gegn fyrrverandi valdhöfum sem ásakaðir eru um að hafa valdið dauða mótmælenda í 18 daga langri uppreisn sem átti sér stað í landinu í byrjun árs og leiddi að lokum til valdataps forsetans og afsagnar hans þann 11. febrúar á þessu ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×