Erlent

Rauði krossinn dreifði 400 tonnum af mat

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ástandið er ömurlegt í Sómalíu þessa dagana. Mynd/ afp.
Ástandið er ömurlegt í Sómalíu þessa dagana. Mynd/ afp.
Rauði krossinn dreifði um helgina 400 tonnum af matvælum til 24.000 manna á svæði uppreisnarmanna í Sómalíu. Næringarstöðvar og heilsugæslustöðvar Rauða krossins eru starfandi um allt landið.

Rauði krossinn hefur verið með hjálparstarf á þessum svæðum undanfarin ár en hefur orðið að efla það verulega vegna yfirstandandi neyðar. Áhersla er á neyðaraðstoð við fólk, einkum börn, sem er aðfram komið af næringarskorti.

Langtímastuðningur við fólk á svæðinu áfram, en hann felst meðal annars í útvegun vatns til áveitu sem miðar að því að gera fólki kleift að rækta meiri mat. Einnig fá bændur útsæði og landbúnaðaráhöld og aðstoð við að koma upp og viðhalda stíflum, uppistöðulónum og áveituskurðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×