Umfjöllun: KR afgreiddi Keflavík í þriðja leikhluta Jón Júlíus Karlsson skrifar 3. febrúar 2011 21:02 Marcus Walker lék vel í kvöld. KR vann öruggan sigur á Keflavík í Iceland Express deild karla í kvöld, 99-85. Leikurinn var járnum framan af en í þriðja leikhluta lék KR magnaðan varnarleik og hélt Keflvíkingum í aðeins sjö stigum og náðu 25 stiga forystu fyrir lokaleikhlutann. Sigurinn var aldrei í hættu hjá þeim röndóttu sem er með sigrinum komið upp í annað sætið í deildinni og aðeins tveimur stigum á eftir Snæfell. KR byrjaði leikinn af gríðarlegum krafti og komst í 11-0 áður en Magnús Gunnarsson kom Keflvíkingum á blað með þristi eftir þriggja og hálfs mínútna leik. KR-ingar voru sterkari í fyrsta leikhluta og leiddu með sex stigum af honum loknum 20-14. Keflavíkingar komu ákveðnir til leiks í annan leikhluta og á fyrstu þremur mínútum leikhlutans náðu þeir að breyta stöðunni í 22-24 sér í vil. Mikill hraði var í leiknum og í hálfleik var staðan 47-44 fyrir heimamenn. Erlendu leikmennirnir Marcus Walker og Thomas Sanders leiddu stigaskorið hjá liðinum og skoruðu báðir 12 stig í fyrri hálfleik. KR-ingar léku magnaða vörn í þriðja leikhluta og komstu gestirnir úr Keflavík hvorki lönd né strönd. Margur körfuboltaunnandinn trúir því kannski varla en Keflvíkingum tókst aðeins að skora 7 stig í þriðja leikhluta gegn 29 stigum KR. Hrósa verður KR-ingum fyrir frábæran varnarleik en hins vegar var sóknarleikur Keflavíkur eitt stór spurningarmerki og vantaði allan hraða og ákveðni. KR-ingar náðu því 25 stiga forystu fyrir lokaleikhlutann 76-51. Úrslitin voru í raun ráðin áður en lokaleikhlutinn var leikinn. Keflvíkingar reyndu hvað þeir gátu til að koma sér inn í leikinn á meðan KR slakaði aðeins á í vörninni en sigur þeirra röndóttu var aldrei í hættu. Lokatölur 99-85. Marcus Walker var stigahæstur hjá KR-ingum með 27 stig, tók sjö fráköst og gaf sex stoðsendingar. Hreggviður Magnússon minnti heldur betur á sig með að setja niður 17 stig í kvöld og Finnur Atli Magnússon var með 14 stig. Hjá Keflavík var Thomas Sanders atkvæðamestur með 24 stig og sex fráköst. Hörður Axel Vilhjálmsson kom þar næstu með 18 stig og fimm fráköst. KR-Keflavík 99-85 (22-14, 25-30, 29-7, 23-34) KR: Marcus Walker 27/7 fráköst/6 stoðsendingar, Hreggviður Magnússon 19, Finnur Atli Magnússon 14, Pavel Ermolinskij 11/8 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 10, Skarphéðinn Freyr Ingason 4, Fannar Ólafsson 4, Jón Orri Kristjánsson 4, Ágúst Angantýsson 2, Páll Fannar Helgason 2, Ólafur Már Ægisson 2.Keflavík: Thomas Sanders 24/6 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 18/5 fráköst, Jón Nordal Hafsteinsson 10, Magnús Þór Gunnarsson 8/7 stoðsendingar, Halldór Örn Halldórsson 8, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 8, Gunnar Einarsson 4, Þröstur Leó Jóhannsson 3/4 fráköst, Gunnar H. Stefánsson 2. Dominos-deild karla Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira
KR vann öruggan sigur á Keflavík í Iceland Express deild karla í kvöld, 99-85. Leikurinn var járnum framan af en í þriðja leikhluta lék KR magnaðan varnarleik og hélt Keflvíkingum í aðeins sjö stigum og náðu 25 stiga forystu fyrir lokaleikhlutann. Sigurinn var aldrei í hættu hjá þeim röndóttu sem er með sigrinum komið upp í annað sætið í deildinni og aðeins tveimur stigum á eftir Snæfell. KR byrjaði leikinn af gríðarlegum krafti og komst í 11-0 áður en Magnús Gunnarsson kom Keflvíkingum á blað með þristi eftir þriggja og hálfs mínútna leik. KR-ingar voru sterkari í fyrsta leikhluta og leiddu með sex stigum af honum loknum 20-14. Keflavíkingar komu ákveðnir til leiks í annan leikhluta og á fyrstu þremur mínútum leikhlutans náðu þeir að breyta stöðunni í 22-24 sér í vil. Mikill hraði var í leiknum og í hálfleik var staðan 47-44 fyrir heimamenn. Erlendu leikmennirnir Marcus Walker og Thomas Sanders leiddu stigaskorið hjá liðinum og skoruðu báðir 12 stig í fyrri hálfleik. KR-ingar léku magnaða vörn í þriðja leikhluta og komstu gestirnir úr Keflavík hvorki lönd né strönd. Margur körfuboltaunnandinn trúir því kannski varla en Keflvíkingum tókst aðeins að skora 7 stig í þriðja leikhluta gegn 29 stigum KR. Hrósa verður KR-ingum fyrir frábæran varnarleik en hins vegar var sóknarleikur Keflavíkur eitt stór spurningarmerki og vantaði allan hraða og ákveðni. KR-ingar náðu því 25 stiga forystu fyrir lokaleikhlutann 76-51. Úrslitin voru í raun ráðin áður en lokaleikhlutinn var leikinn. Keflvíkingar reyndu hvað þeir gátu til að koma sér inn í leikinn á meðan KR slakaði aðeins á í vörninni en sigur þeirra röndóttu var aldrei í hættu. Lokatölur 99-85. Marcus Walker var stigahæstur hjá KR-ingum með 27 stig, tók sjö fráköst og gaf sex stoðsendingar. Hreggviður Magnússon minnti heldur betur á sig með að setja niður 17 stig í kvöld og Finnur Atli Magnússon var með 14 stig. Hjá Keflavík var Thomas Sanders atkvæðamestur með 24 stig og sex fráköst. Hörður Axel Vilhjálmsson kom þar næstu með 18 stig og fimm fráköst. KR-Keflavík 99-85 (22-14, 25-30, 29-7, 23-34) KR: Marcus Walker 27/7 fráköst/6 stoðsendingar, Hreggviður Magnússon 19, Finnur Atli Magnússon 14, Pavel Ermolinskij 11/8 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 10, Skarphéðinn Freyr Ingason 4, Fannar Ólafsson 4, Jón Orri Kristjánsson 4, Ágúst Angantýsson 2, Páll Fannar Helgason 2, Ólafur Már Ægisson 2.Keflavík: Thomas Sanders 24/6 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 18/5 fráköst, Jón Nordal Hafsteinsson 10, Magnús Þór Gunnarsson 8/7 stoðsendingar, Halldór Örn Halldórsson 8, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 8, Gunnar Einarsson 4, Þröstur Leó Jóhannsson 3/4 fráköst, Gunnar H. Stefánsson 2.
Dominos-deild karla Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira