Innlent

Ókeypis í Strætó á Menningarnótt

Um 80 þúsund manns tóku strætó á Menningarnótt í fyrra
Um 80 þúsund manns tóku strætó á Menningarnótt í fyrra
Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa ákveðið að bjóða frítt í strætó á Menningarnótt.

Þetta var ákveðið á stjórnarfundi Strætó bs. í morgun.

Með því að veita almenningi ókeypis strætisvagnaferðir er stuðlað að fækkun einkabíla, greiðari umferð, minni slysahættu og mengun, og auknu öryggi gesta í miðborginni meðan á dagskránni stendur.  Áætlaður kostnaður vegna ókeypis ferða á Menningarnótt er um 3,5 milljónir króna eða svipuð upphæð og í fyrra.

 

Menningarnótt hefur um árabil verið ein fjölsóttasta fjölskylduhátíð landsins. Í gegnum tíðina hafa verið gerðar ýmsar ráðstafanir til þess að greiða fyrir bílaumferð og fjölga bílastæðum til að auðvelda aðkomu gesta. Hins vegar hefur það sýnt sig að með því að fjölga ferðum almenningsvagna á Menningarnótt hafa sífellt fleiri nýtt sér þann umhverfisvæna samgöngumáta til að komast í miðbæinn. Um 80.000 farþegar tóku strætó á Menningarnótt í fyrra, sem er með því mesta sem almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu hafa flutt á einum degi frá upphafi




Fleiri fréttir

Sjá meira


×