Innlent

Vilja ekki missa lækni úr Hrísey

Hrísey. Skera á niður læknisheimsóknir frá Dalvík.
Hrísey. Skera á niður læknisheimsóknir frá Dalvík.

Læknir frá Heilsugæslustöð Dalvíkur sem haft hefur viðveru í Hrísey einu sinni í viku í eina klukkustund í senn mun ekki heimsækja eyna frá og með næstu mánaðamótum vegna niðurskurðar. Bæði Hverfisráð Hríseyjar og bæjarráð Akureyrar hafa mótmælt þessari skerðingu. Taka á upp viðræður við heilbrigðis­ráðuneytið vegna málsins.

„Meðalaldur íbúa hefur farið hækkandi undanfarin ár og ljóst að margir eiga erfitt um vik að sækja læknisþjónustu til Dalvíkur. Þá sætir furðu að ekkert samráð skyldi haft við bæjaryfirvöld á Akureyri né hverfisráð Hríseyjar um skerðingu á þjónustunni,“ segir í ályktun hverfisráðsins.- gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×