Innlent

Íbúðarkaup Klovn kjaftæði

Frank og Casper eiga ekki íbúð hér á landi, en Hlín Einars greindi frá íbúðarkaupum félaganna hér á landi á vefsíðunni Bleikt.is á laugardag.
Frank og Casper eiga ekki íbúð hér á landi, en Hlín Einars greindi frá íbúðarkaupum félaganna hér á landi á vefsíðunni Bleikt.is á laugardag.

„Kjaftæði," segir danski grínistinn Frank Hvam spurður um meint íbúðarkaup sín og félaga síns, Caspers Christensen, á Íslandi um helgina.

Klovn-bræðurnir Frank og Casper komu til landsins á fimmtudaginn í tengslum við frumsýningu kvikmyndarinnar Klovn: The Movie. Koma þeirra vakti mikla athygli, einnig þegar vefsíðan Bleikt.is greindi frá því á laugardag að félagarnir hefðu fest kaup á íbúð hér á landi.

Á vefsíðunni er vitnað í Frank, sem á að hafa sagt frá íbúðarkaupunum í viðtali við Hlín Einars, ritstjóra vefsins, í teiti á skemmtistaðnum Austur aðfaranótt laugardags.

Þegar Fréttablaðið hóf að grennslast fyrir um íbúðarkaupin kom fljótlega í ljós að ekki var allt með felldu.

Frank og Casper töluðu ekkert um íbúðarkaup við Íslendinga sem voru í föruneyti þeirra, auk þess sem þeir hefðu varla haft tíma til að skoða íbúðir á þessum þremur dögum sem þeir dvöldu á landinu, þar sem þeir voru afar þétt bókaðir. Loks stóðu fasteignasalar sem Fréttablaðið hafði samband við á gati. - afb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×