Innlent

Níu þúsund á Mærudögum

Nóttin var svo að segja tíðindalaus hjá lögreglu og slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Tveir ökumenn voru stöðvaðir í Borgarnesi grunaðir um ölvun við akstur og hafði lögreglan á Egilsstöðum afskipti af nokkrum einstaklingum í tengslum við tónlistarhátíðina Bræðsluna.

Um helgina voru haldnir hinir árlegu Mærudagar á Húsavík.

Um níuþúsund manns sóttu hátíðina heim þetta árið og fóru hátíðarhöldin vel fram.

Sjö ölvunarakstrar komu þó upp á borð lögreglunnar á Húsavík og voru tveir teknir grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna.

Níu smærri fíkniefnamál komu til kasta lögreglu og fengu allnokkrir að gista fangageymslur hennar vegna ölvunar.

Nokkuð var um minniháttar pústra, en hvorki var tilkynnt um alvarlegar líkamsárásir eða kynferðisafbrot.

Varðstjóri lögreglunnar á Húsavík þakkar það mikilli gæslu á svæðinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×