Innlent

Fjársjóðir í flæðarmálinu

Viðey
Viðey
Í dag verður hinn árlegi barnadagur haldinn hátíðlegur í Viðey en á dagskrá verður meðal annars flugdrekagerð og barnamessa.

Yngsta kynslóðin verður í aðalhlutverki í Viðey í dag en þar verður ýmislegt til gamans gert. Valdór Bóasson smíðakennari heldur örnámskeið í flugdrekagerð við Skemmuna klukkan tvö og er öllum boðið að taka þátt, meðan birgir endast. Keppni verður um fallegasta villiblómavöndinn en þar mun reyna á frumlega hugsun og fegurðarskyn.

Barnamessa í umsjón séra Hjálmars Jónssonar Dómkirkjuprests verður haldin í Viðeyjarkirkju klukkan þrjú og þá munu félagar úr skátafélaginu Landnemum mæta á staðinn og stjórna útileikjum upp á gamla mátann. Viðeyjarstofan verður opin til fimm en þar geta gestir meðal annars fengið að gæða sér á grilluðum pylsum og rjúkandi vöfflum.

Þá eru gestir hvattir til að koma með sigti eða háf í Viðeyjarferðina til að skoða allar þær furðuskepnurnar og fjársjóðina sem finnast í flæðarmálinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×