Innlent

Byko mátti skrá niður kennitölu

Byko.
Byko.
Persónuvernd kemst að þeirri niðurstöðu að byggingavöruversluninni Byko hefði verið heimilt að taka niður kennitölu manns og skrá hana niður.

Maðurinn verslaði fyrir atvinnurekanda sinn þegar starfsmaður Byko gerði kröfu um skráningu á kennitölu hans. Maðurinn var ósáttur við þetta og taldi að skráningin stæðist ekki persónuverndarsjónarmið. Hann kvartaði því til stofnunarinnar.

Ástæða þess að maðurinn var beðinn um kennitölu var sú að atvinnurekandi mannsins fór fram á það við BYKO að allir þeir sem taki vörur út í reikning á hans vegum séu beðnir um kennitölu og við það skráist nafn og kennitala úttektaraðila á reikninginn.

Þetta gerir atvinnurekandinn í þeim tilgangi að tryggja skilvirka eftirfylgni með reikningum og einnig til þess að úttektarreikningurinn sé eingöngu notaður af þar til bærum aðilum.

Persónuvernd komst því að því að skráning kennitölunnar var nauðsynleg og fór fram í málefnalegum tilgangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×