Innlent

Afturvirkur niðurskurður „stórmál“ hjá Reykhólahreppi

Mynd úr safni
Reykhólahreppi barst á föstudag tölvupóstur frá fjármálaráðuneyti þess efnis, að vegna efnahagserfiðleika ríkissjóðs hafi stjórnvöld þurft að minnka umsvif og lækka fjárveitingar sem ætlaðar eru til reksturs öldrunarheimila.

Fram kemur, að á Dvalarheimilinu Barmahlíð á Reykhólum fækkar öldrunarrýmum úr 14 í 12. Þessi ákvörðun tók gildi 1. janúar síðastliðinn, eftir því sem fram kemur í póstinum, eða tveimur vikum áður en hreppnum barst bréfið.

Að mati forsvarsmanna hreppsins er hér um að ræða stórmál á mælikvarða lítils sveitarfélags.

Þetta kemur fram á vef Reykhólahrepps.

Póstur þessi var þó ekki sendur beint til Reykhólahrepps heldur til forstöðukonu Barmahlíðar, sem framsendi hann til sveitarstjóra.

Þess má hér til viðbótar geta, að þriggja manna stjórn Dvalarheimilisins Barmahlíðar skipa þrír hreppsnefndarmenn Reykhólahrepps og í varastjórn eru hinir tveir auk eins varamanns í hreppsnefnd.

Fréttin á vef Reykhólahrepps.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×