Innlent

Sérstakur saksóknari handtók fjóra í morgun

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari.
Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari.
Fjórir hafa verið handteknir í tengslum við rannsókn sérstaks saksóknara á málefnum Landsbankans í morgun.

Einn hinna handteknu er Jón Þorsteinn Oddleifsson, fyrrverandi forstöðumaður fjárstýringar í Landsbankanum, en ekki er vitað á þessari stundu hverjir hinir þrír eru. Samkvæmt heimildum Vísis er um nýtt mál tengt Landsbankanum að ræða. Rannsóknin er því ekki beintengd þeim málum sem húsleitirnar í síðustu viku voru gerðar í tengslum við.

Eins og fram kom á Vísi í morgun hafa húsleitir verið gerðar í húsakynnum Seðlabankans, hjá MP banka og hjá ALMC sem áður hét Straumur.






Tengdar fréttir

Húsleitir hjá Seðlabanka, Straumi og MP - handtökur gerðar

Sérstakur saksóknari hefur gert húsleitir í dag. Samkvæmt upplýsingum Vísis tengist rannsóknin MP banka, Straumi og Seðlabankanum. Sérstakur saksóknari vildi ekkert láta hafa eftir sér um málið þegar að Vísir hafði samband við hann í dag. Samkvæmt heimildum Vísis hafa handtökur verið gerðar í tengslum við rannsóknina.

Óvíst hvort húsleit beinist að starfsemi MP

Gunnar Karl Guðmundsson, forstjóri MP banka, staðfesti við fréttastofu í morgun að húsleit hefði verið framkvæmd í höfuðstöðvum bankans. Að sögn Gunnars Karl mættu lögreglumenn frá embætti sérstaks saksóknara laust eftir klukkan tíu í morgun.

Fyrrverandi forstöðumaður hjá Landsbankanum handtekinn

Jón Þorsteinn Oddleifsson var handtekinn í morgun á sama tíma og sérstakur saksóknari gerði húsleit hjá Seðlabankanum, MP banka og ALMC sem áður var Straumur. Jón var áður forstöðumaður fjárstýringar í Landsbankanum. Rannsókn sérstaks saksóknara í dag miðar að því að afla gagna vegna upplýsinga sem komu fram við rannsókn á Landsbankamálinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×