Umfjöllun: Keflavík hafði betur í Suðurnesjaslagnum Guðmundur Marinó Ingvarsson á Grindavíkurvelli skrifar 16. maí 2011 18:15 Mynd/Vilhelm Þrátt fyrir að kalt væri í veðri og strekkingsvindur eftir vellinum endilöngum var boðið upp á skemmtilegan knattspyrnuleik þegar Keflavík lagði Grindavík 2-0 í Grindavík í kvöld. Leikmenn tóku sér eins langan tíma og þeir komust upp með að fara út á völlinn áður en flautað var til leiks og var ekki margt sem benti til þess að leikmenn myndu bjóða upp þann skemmtilega og hraða leik sem var á boðstólnum þegar Kristinn Jakobsson flautaði til leiks. Bæði lið byrjuðu af krafti og sóttu hratt en Grindvíkingar náðu þó góðum tökum á leiknum áður en langt um leið og hefðu hæglega getað verið yfir þegar Keflavík komst yfir skömmu fyrir hálfleik. Robert Winters fékk besta færi Grindavíkur í fyrri hálfleik en skaut fram hjá einn á móti markmanni og fyrir það var þeim refsað. Seinni hálfleikur var ekki eins opinn og sá fyrri en Grindvíkingar fengu fín færi til að jafna leikinn rétt áður en Guðmundur Steinarsson nýtti sér skelfileg mistök Óskars Péturssonar og innsiglaði sigur Keflvíkinga þegar rétt tæpur hálftími var eftir af leiknum. Skömmu eftir markið skiptu Grindvíkingar sínum besta leikmanni í kvöld útaf, Yacine Si Salem, og við það fór allt bit úr sóknarleiknum og Keflavík landaði stigunum örugglega og voru í raun nærri því að bæta við en Grindavík að klóra í bakkann. Keflavík er þar með komið í annað sæti deildarinnar með 8 stig, tveimur stigum á eftir KR en Grindavík er í næst neðsta sæti en þarf ekki að örvænta því liðið sýndi flott tilþrif á löngum köflum og mun hala í stig í sumar með svipuðum leik. Grindavík-Keflavík 0-2 - tölfræðin0-1 Andri Steinn Birgisson (43.) 0-2 Guðmundur Steinarsson (63.) Grindavíkurvöllur. Áhorfendur: 987 Dómari: Kristinn Jakobsson 6 Skot (á mark): 7-6 (4-5) Varið: Óskar 3 – Ómar 4 Hornspyrnur: 5-5 Aukaspyrnur fengnar: 9-11 Rangstöður: 3-2Grindavík 4-3-3: Óskar Pétursson 4 Alexander Magnússon 5 (79., Óli Baldur Bjarnason -) Ólafur Örn Bjarnason 6 Jamie Patrick McCunnie 6 Ray Anthony Jónsson 4 Jóhann Helgason 5 Orri Freyr Hjaltalín 6 Scott Ramsay 3 (88., Michail Pospisil -) Paul McShane 5 Yacine Si Salem 7 (72., Magnús Björgvinsson -) Robert Winters 6Keflavík 4-5-1: Ómar Jóhannsson 7 Guðjón Árni Antoníusson – (19., Brynjar Örn Guðmundsson 5) Haraldur Freyr Guðmundsson 6 Adam Larsson 5 Goran Jovanovski 4 Hilmar Geir Eiðsson 6 Andri Steinn Birgisson 6 Einar Orri Einarsson 5 Jóhann Birnir Guðmundsson 5 (46., Magnús Þórir Matthíasson 5) Magnús Sverrir Þorsteinsson 6Guðmundur Steinarsson 7 - maður leiksins (73., Grétar Ólafur Hjartarson -) Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Fleiri fréttir Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Sjá meira
Þrátt fyrir að kalt væri í veðri og strekkingsvindur eftir vellinum endilöngum var boðið upp á skemmtilegan knattspyrnuleik þegar Keflavík lagði Grindavík 2-0 í Grindavík í kvöld. Leikmenn tóku sér eins langan tíma og þeir komust upp með að fara út á völlinn áður en flautað var til leiks og var ekki margt sem benti til þess að leikmenn myndu bjóða upp þann skemmtilega og hraða leik sem var á boðstólnum þegar Kristinn Jakobsson flautaði til leiks. Bæði lið byrjuðu af krafti og sóttu hratt en Grindvíkingar náðu þó góðum tökum á leiknum áður en langt um leið og hefðu hæglega getað verið yfir þegar Keflavík komst yfir skömmu fyrir hálfleik. Robert Winters fékk besta færi Grindavíkur í fyrri hálfleik en skaut fram hjá einn á móti markmanni og fyrir það var þeim refsað. Seinni hálfleikur var ekki eins opinn og sá fyrri en Grindvíkingar fengu fín færi til að jafna leikinn rétt áður en Guðmundur Steinarsson nýtti sér skelfileg mistök Óskars Péturssonar og innsiglaði sigur Keflvíkinga þegar rétt tæpur hálftími var eftir af leiknum. Skömmu eftir markið skiptu Grindvíkingar sínum besta leikmanni í kvöld útaf, Yacine Si Salem, og við það fór allt bit úr sóknarleiknum og Keflavík landaði stigunum örugglega og voru í raun nærri því að bæta við en Grindavík að klóra í bakkann. Keflavík er þar með komið í annað sæti deildarinnar með 8 stig, tveimur stigum á eftir KR en Grindavík er í næst neðsta sæti en þarf ekki að örvænta því liðið sýndi flott tilþrif á löngum köflum og mun hala í stig í sumar með svipuðum leik. Grindavík-Keflavík 0-2 - tölfræðin0-1 Andri Steinn Birgisson (43.) 0-2 Guðmundur Steinarsson (63.) Grindavíkurvöllur. Áhorfendur: 987 Dómari: Kristinn Jakobsson 6 Skot (á mark): 7-6 (4-5) Varið: Óskar 3 – Ómar 4 Hornspyrnur: 5-5 Aukaspyrnur fengnar: 9-11 Rangstöður: 3-2Grindavík 4-3-3: Óskar Pétursson 4 Alexander Magnússon 5 (79., Óli Baldur Bjarnason -) Ólafur Örn Bjarnason 6 Jamie Patrick McCunnie 6 Ray Anthony Jónsson 4 Jóhann Helgason 5 Orri Freyr Hjaltalín 6 Scott Ramsay 3 (88., Michail Pospisil -) Paul McShane 5 Yacine Si Salem 7 (72., Magnús Björgvinsson -) Robert Winters 6Keflavík 4-5-1: Ómar Jóhannsson 7 Guðjón Árni Antoníusson – (19., Brynjar Örn Guðmundsson 5) Haraldur Freyr Guðmundsson 6 Adam Larsson 5 Goran Jovanovski 4 Hilmar Geir Eiðsson 6 Andri Steinn Birgisson 6 Einar Orri Einarsson 5 Jóhann Birnir Guðmundsson 5 (46., Magnús Þórir Matthíasson 5) Magnús Sverrir Þorsteinsson 6Guðmundur Steinarsson 7 - maður leiksins (73., Grétar Ólafur Hjartarson -)
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Fleiri fréttir Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Sjá meira