Íslenski boltinn

Bjarni: Áttum von á mótspyrnunni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Bjarni Guðjónsson, fyrirliði KR, skoraði eitt mark sinna manna gegn Þór á KR-vellinum í kvöld. Niðurstaðan var 3-1 sigur.

„Við byrjuðum vel, settum tvö en slökuðum svo aðeins á. Við hefðum þurft að halda betur dampinum,“ sagði Bjarni en sjá má viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.

„Það er erfitt að ætla að keyra yfir lið í 90 mínútur. Því hægðist aðeins á hjá okkur. En þetta var planið og það gekk upp.“

Þór mætti KR-ingum af miklum krafti eftir að liðið minnkaði muninn í 2-1. Það kom Bjarna ekki á óvart. „Mótspyrnan kom okkur ekki á óvart. Þeir pressuðu hátt á Fram í síðasta leik og reyndu líka að gera það í kvöld. Það var klaufalegt að fá þetta mark á okkur og þetta hefði kannski verið örlítið léttara ef við hefðum forðað því. En þetta á að vera erfitt.“

KR er nú á toppi deildarinnar með tíu stig af tólf mögulegum. „Við ætluðum að vera þarna og þarna erum við,“ sagði Bjarni að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×