Bandaríkjamaðurinn Ted Ligety varð í dag heimsmeistari í stórsvigi karla eftir sigur á HM sem haldið er þessa dagana í Þýskalandi.
Ligety hefur einu sinni áður komist á pall á heimsmeistaramóti en það var í stórsvigi fyrir tveimur árum síðar er hann hlaut brons.
Richard Cyprien frá Frakklandi varð annar en báðir skíðuðu frábærlega í seinni ferðinni. Ligety var fjórði eftir fyrri ferðina og Cyprien fjórði.
Philipp Schörberghofer frá Austurríki endaði í þriðja sæti en hann var í öðru sæti eftir fyrri ferðina.
Norðmaðurinn Aksel Lund Svindal var fyrstur eftir fyrri ferðina og fór því síðastur niður í þeirri seinni. Hann náði sér hins vegar ekki á strik og endaði í fjórða sæti.
Keppnin var jöfn og spennandi en tæp sekúnda skildi að efstu níu menn í keppninni.
Gunnar Þór Halldórsson keppti fyrir Íslands hönd og var með rásnúmer 83. Hann féll úr leik í fyrri ferðinni.
Fyrsti heimsmeistaratitill Ligety
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

„Hann hefði getað fótbrotið mig“
Enski boltinn


VAR í Bestu deildina?
Íslenski boltinn


Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum
Enski boltinn





Fleiri fréttir
