Ekki einu sinni afsökunarbeiðni Ólafur Þ. Stephensen skrifar 26. janúar 2011 09:36 Ákvörðun Hæstaréttar um að ógilda kosningarnar til stjórnlagaþings er herfilegur skellur og álitshnekkir fyrir það gróna lýðræðisríki sem Ísland telur sig vera. Það er fáheyrt, ef ekki einsdæmi, í vestrænu lýðræðisríki að ógilda þurfi almennar kosningar vegna ágalla á framkvæmd og hefur aldrei áður gerzt hér á landi, þótt kosningar í nokkrum sveitarfélögum hafi verið ógiltar. Um leið er niðurstaðan augljóslega áfall fyrir ríkisstjórnina, sem bar ábyrgð á framkvæmd kosningarinnar, en það er eins og forystumenn hennar vilji ekki skilja hversu alvarlegt málið er. Það var fullkomlega fráleitt af Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra á Alþingi í gær að vísa ábyrgðinni frá sér og ráðuneyti sínu. Í flestum öðrum vestrænum ríkjum væru bæði innanríkisráðherrann og landskjörstjórnin nú þegar búin að segja af sér, hugsanlega einhverjir embættismenn í innanríkisráðuneytinu líka. En hér, þar sem við tölum stundum um einhverja elztu lýðræðishefð í heimi, fær þjóðin ekki einu sinni afsökunarbeiðni. Vissulega voru ráðuneytið og landskjörstjórn að reyna að bregðast við óvenjulegum og fordæmislausum aðstæðum, þegar mörg hundruð manns gáfu kost á sér til stjórnlagaþingsins. En niðurstaða Hæstaréttar er að í því ferli hafi verið gefinn afsláttur af grundvallaratriðum sem eiga að tryggja almenna, frjálsa, leynilega og beina kosningu á grundvelli jafnréttis. "Framkvæmd opinberra kosninga í samræmi við þessi meginsjónarmið er í senn undirstaða og forsenda fyrir lýðræðislegu þjóðskipulagi," segir Hæstiréttur réttilega. Um það mat hans að kosningin hafi verið ólögmæt og ógild verður ekki deilt. Á það hefur verið bent að ekki hafi komið fram að ágallarnir hafi leitt til þess að brotið hafi verið á rétti neins frambjóðanda eða kjósanda og þeir hafi ekki haft nein áhrif á útkomu kosninganna. Það er í raun aukaatriði í málinu. Við framkvæmd lýðræðislegra kosninga bera margir mikla ábyrgð og öllu máli skiptir að fylgja kosningalögum til hins ýtrasta. Annars dvínar virðingin fyrir þeim og lýðræðið er í hættu. Hitt er svo annað mál að þótt stjórnlagaþing geti ekki komið saman að óbreyttu stendur óhögguð sú ákvörðun meirihluta Alþingis að efna til slíks þings til að endurskoða stjórnarskrána. Vandséð er hvaða kostir eru nú í stöðunni aðrir en að endurtaka kosningarnar til stjórnlagaþingsins eftir að tryggt hefur verið að bætt hafi verið úr annmörkum á framkvæmdinni. Það hefur verið gert í fyrri tilvikum þar sem kosningar hafa verið ógiltar og virðist hin rökrétta, lýðræðislega leið í afleitri stöðu. Sjálfsagt er hins vegar að Alþingi gefi sér gott tóm til að skoða málið, því að ef draga má einhvern lærdóm af þessu skelfilega klúðri er það að vanda þarf vinnubrögðin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun
Ákvörðun Hæstaréttar um að ógilda kosningarnar til stjórnlagaþings er herfilegur skellur og álitshnekkir fyrir það gróna lýðræðisríki sem Ísland telur sig vera. Það er fáheyrt, ef ekki einsdæmi, í vestrænu lýðræðisríki að ógilda þurfi almennar kosningar vegna ágalla á framkvæmd og hefur aldrei áður gerzt hér á landi, þótt kosningar í nokkrum sveitarfélögum hafi verið ógiltar. Um leið er niðurstaðan augljóslega áfall fyrir ríkisstjórnina, sem bar ábyrgð á framkvæmd kosningarinnar, en það er eins og forystumenn hennar vilji ekki skilja hversu alvarlegt málið er. Það var fullkomlega fráleitt af Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra á Alþingi í gær að vísa ábyrgðinni frá sér og ráðuneyti sínu. Í flestum öðrum vestrænum ríkjum væru bæði innanríkisráðherrann og landskjörstjórnin nú þegar búin að segja af sér, hugsanlega einhverjir embættismenn í innanríkisráðuneytinu líka. En hér, þar sem við tölum stundum um einhverja elztu lýðræðishefð í heimi, fær þjóðin ekki einu sinni afsökunarbeiðni. Vissulega voru ráðuneytið og landskjörstjórn að reyna að bregðast við óvenjulegum og fordæmislausum aðstæðum, þegar mörg hundruð manns gáfu kost á sér til stjórnlagaþingsins. En niðurstaða Hæstaréttar er að í því ferli hafi verið gefinn afsláttur af grundvallaratriðum sem eiga að tryggja almenna, frjálsa, leynilega og beina kosningu á grundvelli jafnréttis. "Framkvæmd opinberra kosninga í samræmi við þessi meginsjónarmið er í senn undirstaða og forsenda fyrir lýðræðislegu þjóðskipulagi," segir Hæstiréttur réttilega. Um það mat hans að kosningin hafi verið ólögmæt og ógild verður ekki deilt. Á það hefur verið bent að ekki hafi komið fram að ágallarnir hafi leitt til þess að brotið hafi verið á rétti neins frambjóðanda eða kjósanda og þeir hafi ekki haft nein áhrif á útkomu kosninganna. Það er í raun aukaatriði í málinu. Við framkvæmd lýðræðislegra kosninga bera margir mikla ábyrgð og öllu máli skiptir að fylgja kosningalögum til hins ýtrasta. Annars dvínar virðingin fyrir þeim og lýðræðið er í hættu. Hitt er svo annað mál að þótt stjórnlagaþing geti ekki komið saman að óbreyttu stendur óhögguð sú ákvörðun meirihluta Alþingis að efna til slíks þings til að endurskoða stjórnarskrána. Vandséð er hvaða kostir eru nú í stöðunni aðrir en að endurtaka kosningarnar til stjórnlagaþingsins eftir að tryggt hefur verið að bætt hafi verið úr annmörkum á framkvæmdinni. Það hefur verið gert í fyrri tilvikum þar sem kosningar hafa verið ógiltar og virðist hin rökrétta, lýðræðislega leið í afleitri stöðu. Sjálfsagt er hins vegar að Alþingi gefi sér gott tóm til að skoða málið, því að ef draga má einhvern lærdóm af þessu skelfilega klúðri er það að vanda þarf vinnubrögðin.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun