Erlent

Tilkynna of feit börn til barnavernda

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Heilbrigðisstarfsmenn eru farnir að tilkynna of feit börn til barnavernda. Mynd/ Getty.
Heilbrigðisstarfsmenn eru farnir að tilkynna of feit börn til barnavernda. Mynd/ Getty.
Offita á meðal barna í Danmörku er orðið svo stórt vandamál að barnaverndanefndir í fjölmörgum sveitafélögum eru farnar að fá tilkynningar um vanrækslu barnanna frá heilbrigðisstarfsfólki, segir í danska blaðinu Politiken.

Rösklega þrír af hverjum fjórum heilbrigðisstarfsmönnum hafa íhugað að senda slíkar tilkynningar þegar þeir hafa séð offeit börn og helmingur starfsmannanna hefur sent slíkar tilkynningar. Þetta sýna niðurstöður könnunar sem Politiken gerði á dögunum. Spurningalistar voru sendir til starfsfólks í 98 sveitarfélögum en svör fengust úr 61 sveitarfélagi.

Heilbrigðisstarfsmenn segja að sum börnin séu svo feit að þau geti ekki einu sinni gengið upp tröppur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×