Tveir leikir fóru fram í 32-liða úrslitum Eimskipsbikars karla í handbolta í kvöld. Annar var æsispennandi en hinn var upprúllun. Á meðan HK labbaði yfir Fjölni vann ÍBV dramatískan sigur á Víkingnum.
Jafnt var á með liðunum nánast allan leikinn. Víkingur fékk úrvalsfæri til þess að jafna í lokin og þvinga fram framlengingu en leikmaður liðsins fór illa að ráði sínu.
Úrslit kvöldsins:
Fjölnir-HK 13-36
Mörk Fjölnis: Aron Guðmundsson 3, Einar Örn Hilmarsson 3, Hálfdán Daníelsson 3, Jón Björnsson 2, Grétar Eiríksson 1, Heimir Stefánsson 1.
Mörk HK: Bjarki Már Elísson 11, Hörður Másson 5, Atli Ævar Ingólfsson 5, Björn Björnsson 4, Birkir Arnarsson 3, Bjarki Már Gunnarsson 2, Ólafur Bjarki Ragnarsson 1, Kristján Víðisson 1, Vilhelm Gauti Bergsveinsson 1.
Víkingur-ÍBV 28-29
Mörk Víkings: Arnar Theodórsson 8, Gestur Jónsson 5, Kristinn Guðmundsson 4, Sigurður Karlsson 4, Lárus Kristjánsson 3, Egill Björgvinsson 2,, Óttar Pétursson 1, Gunnar Arason 1.
Mörk ÍBV: Pétur Pálsson 9, Vignir Stefánsson 5, Andri Friðriksson 5, Magnús Stefánsson 4, Theodór Sigurbjörnsson 3, Grétar Eyþórsson 1, Leifur Jóhannesson 1.
HK og ÍBV áfram í bikarnum

Mest lesið





Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá
Enski boltinn





Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa
Enski boltinn