Réttu kvikmyndirnar fyrir jólaskapið 1. nóvember 2011 00:01 Bridget Jones´ Diary. Margir nýta jólin til kvikmyndaáhorfs og oftar en ekki verða fyrir valinu myndir sem hverfast með einum eða öðrum hætti um jólin þótt þau séu ekki endilega meginviðfangsefnið. Hér fer listi yfir nokkrar slíkar sem ættu að koma manni í rétta jólaskapið: 1. Die Hard Í Die Hard lætur lögreglumaðurinn og harðjaxlinn John McClane hóp hryðjuverkamanna, sem valda usla á vinnustað konu hans um jólin, finna til tevatnsins. Myndirnar um McClane eru að heita má forskrift annarra spennumynda enda á ferðinni einn best heppnaði hasarmyndabálkur frá Hollywood. 2. Love Actually Nokkur ólík pör eru til umfjöllunar í Love Actually, þar sem fylgst er með funheitum ástarsamböndum, framhjáhöldum, uppgjörum og blóðugum skilnuðum í aðdraganda jóla í London. Vel heppnuð stemningarmynd frá höfundi Four Weddings and a Funeral sem yljar manni um hjartarætur. 3. Edward Scissorhands Edward Scissorhands fjallar um samnefnda söguhetju, hálfklárað sköpunarverk vísindamanns, sem verður ástfanginn af dóttur konu einnar sem ákveður að aðstoða hann við að aðlagast samfélaginu. Grátbroslegt tilbrigði við söguna um ófreskju Frankensteins með fallegum boðskap. 4. Bad Santa Í Bad Santa bregða svikahrappar sér í hlutverk jólasveins og aðstoðarmanns hans til að geta með lítilli fyrirhöfn rænt verslanir fyrir jólin, en lenda í vandræðum þegar öryggisvörður kemst á snoðir um ráðagerð þeirra. Sótsvört kómedía með siðferðislegum undirtóni sem kætir og bætir. 5. Bridget Jones Diary „Bridget Jones Diary“ segir frá hinni einhleypu og ólánsömu Bridget Jones sem heldur dagbók utan um tilraunir sínar til að betrumbæta sjálfa sig og hitta prinsinn á hvíta hestinum. Stórskemmtileg gamanmynd með rómantísku ívafi sem er vís með að koma verstu fýlupúkum í gott skap um jólin. Die Hard.Edward Scissorhands.Love Actually.Bad Santa.Bridget Jones´ Diary.Die Hard.Edward Scissorhands. (hér kemur útklippt mynd)Love Actually. Jólafréttir Mest lesið Kalkúnn með beikon- og pekanfyllingu Jólin Notaleg jólastund í Sviss Jól Jólafrómas að færeyskum hætti Jólin Rauðkál með beikoni eða kanil Jól Villibráð að hætti Jóa Fel: Krónhjörtur, sveppablanda og steiktar perur Jólin Súkkulaðikransatoppar Jólin Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Sósan má ekki klikka Jól Jólaguðspjallið Jól Allir voru velkomnir í Tryggvaskála Jól
Margir nýta jólin til kvikmyndaáhorfs og oftar en ekki verða fyrir valinu myndir sem hverfast með einum eða öðrum hætti um jólin þótt þau séu ekki endilega meginviðfangsefnið. Hér fer listi yfir nokkrar slíkar sem ættu að koma manni í rétta jólaskapið: 1. Die Hard Í Die Hard lætur lögreglumaðurinn og harðjaxlinn John McClane hóp hryðjuverkamanna, sem valda usla á vinnustað konu hans um jólin, finna til tevatnsins. Myndirnar um McClane eru að heita má forskrift annarra spennumynda enda á ferðinni einn best heppnaði hasarmyndabálkur frá Hollywood. 2. Love Actually Nokkur ólík pör eru til umfjöllunar í Love Actually, þar sem fylgst er með funheitum ástarsamböndum, framhjáhöldum, uppgjörum og blóðugum skilnuðum í aðdraganda jóla í London. Vel heppnuð stemningarmynd frá höfundi Four Weddings and a Funeral sem yljar manni um hjartarætur. 3. Edward Scissorhands Edward Scissorhands fjallar um samnefnda söguhetju, hálfklárað sköpunarverk vísindamanns, sem verður ástfanginn af dóttur konu einnar sem ákveður að aðstoða hann við að aðlagast samfélaginu. Grátbroslegt tilbrigði við söguna um ófreskju Frankensteins með fallegum boðskap. 4. Bad Santa Í Bad Santa bregða svikahrappar sér í hlutverk jólasveins og aðstoðarmanns hans til að geta með lítilli fyrirhöfn rænt verslanir fyrir jólin, en lenda í vandræðum þegar öryggisvörður kemst á snoðir um ráðagerð þeirra. Sótsvört kómedía með siðferðislegum undirtóni sem kætir og bætir. 5. Bridget Jones Diary „Bridget Jones Diary“ segir frá hinni einhleypu og ólánsömu Bridget Jones sem heldur dagbók utan um tilraunir sínar til að betrumbæta sjálfa sig og hitta prinsinn á hvíta hestinum. Stórskemmtileg gamanmynd með rómantísku ívafi sem er vís með að koma verstu fýlupúkum í gott skap um jólin. Die Hard.Edward Scissorhands.Love Actually.Bad Santa.Bridget Jones´ Diary.Die Hard.Edward Scissorhands. (hér kemur útklippt mynd)Love Actually.
Jólafréttir Mest lesið Kalkúnn með beikon- og pekanfyllingu Jólin Notaleg jólastund í Sviss Jól Jólafrómas að færeyskum hætti Jólin Rauðkál með beikoni eða kanil Jól Villibráð að hætti Jóa Fel: Krónhjörtur, sveppablanda og steiktar perur Jólin Súkkulaðikransatoppar Jólin Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Sósan má ekki klikka Jól Jólaguðspjallið Jól Allir voru velkomnir í Tryggvaskála Jól