Klassísk rauð og hvít jól 1. nóvember 2011 00:01 Hátíðarborð Sæunnar Þorsteinsdóttur myndlistarkonu er klassískt, fært inn í umgjörð gamalla muna. Sæunn býr í Miðdal í Mosfellsbæ, þar sem Guðmundur Miðdal bjó, en hann var afabróðir hennar. Húsið sem hún býr í núna er í eigu ömmu hennar og að einhverju leyti byggt úr gamla húsi Guðmundar. „Það er yndislegt að búa hérna, engin ljósmengun en samt í raun örstutt frá borginni. Ekki skemmir að vera í húsinu hennar ömmu, innan um hennar muni, og ég notaði hnífapörin sem amma keypti í verslunarferð sem hún fór í til Færeyja fyrir nokkrum áratugum," segir Sæunn. Hátíðarborð Sæunnar er klassískt, fært inn í umgjörð gamalla muna. Sæunn vinnur mikið með pappír í list sinni og bjó til origami-brot úr servíettunum og klippti hvíta pappírslengju til að hengja á panelinn. Glösin eru frá Sæunni sjálfri en eru af gömlum lager, keypt í Norska húsinu í Stykkishólmi. „Það er föst jólahefð að mála rauð epli með hvítum glassúr, hef gert það með strákunum mínum, og þau eru svo borðuð jafnóðum. Ég notaði þau við borðskreytinguna og til þess að fá eitthvað sígrænt í borðið fór ég upp í brekku hér fyrir ofan og tíndi sitt af hverju til að leggja ofan á kertastjakann."- jma Sæunn vinnur mikið með pappír í list sinni og notaði origami-brot á pappírinn á servíetturnar og sneri því við. Eplin eru máluð með glassúrkremi. Jólaskraut Mest lesið Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Jól Stalst í að kíkja á jólagjöfina: Vann leiksigur á aðfangadagskvöld Jól Jólamolar: „Fæ ennþá samviskubit yfir að hafa kíkt í pakkann“ Jól Borðuðu jólamatinn klukkan níu gjörsamlega búin á því Jól Jólalag dagsins: Króli og Laddi flytja Snjókorn falla Jól Sykurlausar sörur hinna lötu Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 1. desember Jól „Alltaf svo gaman að sjá hvað fólki finnst eiga við mann“ Jól Katrín Halldóra syngur Ó, helga nótt Jól „Eitthvað heillandi við jólaandann í bland við kuldann og stressið“ Jól
Hátíðarborð Sæunnar Þorsteinsdóttur myndlistarkonu er klassískt, fært inn í umgjörð gamalla muna. Sæunn býr í Miðdal í Mosfellsbæ, þar sem Guðmundur Miðdal bjó, en hann var afabróðir hennar. Húsið sem hún býr í núna er í eigu ömmu hennar og að einhverju leyti byggt úr gamla húsi Guðmundar. „Það er yndislegt að búa hérna, engin ljósmengun en samt í raun örstutt frá borginni. Ekki skemmir að vera í húsinu hennar ömmu, innan um hennar muni, og ég notaði hnífapörin sem amma keypti í verslunarferð sem hún fór í til Færeyja fyrir nokkrum áratugum," segir Sæunn. Hátíðarborð Sæunnar er klassískt, fært inn í umgjörð gamalla muna. Sæunn vinnur mikið með pappír í list sinni og bjó til origami-brot úr servíettunum og klippti hvíta pappírslengju til að hengja á panelinn. Glösin eru frá Sæunni sjálfri en eru af gömlum lager, keypt í Norska húsinu í Stykkishólmi. „Það er föst jólahefð að mála rauð epli með hvítum glassúr, hef gert það með strákunum mínum, og þau eru svo borðuð jafnóðum. Ég notaði þau við borðskreytinguna og til þess að fá eitthvað sígrænt í borðið fór ég upp í brekku hér fyrir ofan og tíndi sitt af hverju til að leggja ofan á kertastjakann."- jma Sæunn vinnur mikið með pappír í list sinni og notaði origami-brot á pappírinn á servíetturnar og sneri því við. Eplin eru máluð með glassúrkremi.
Jólaskraut Mest lesið Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Jól Stalst í að kíkja á jólagjöfina: Vann leiksigur á aðfangadagskvöld Jól Jólamolar: „Fæ ennþá samviskubit yfir að hafa kíkt í pakkann“ Jól Borðuðu jólamatinn klukkan níu gjörsamlega búin á því Jól Jólalag dagsins: Króli og Laddi flytja Snjókorn falla Jól Sykurlausar sörur hinna lötu Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 1. desember Jól „Alltaf svo gaman að sjá hvað fólki finnst eiga við mann“ Jól Katrín Halldóra syngur Ó, helga nótt Jól „Eitthvað heillandi við jólaandann í bland við kuldann og stressið“ Jól