Grænir hátíðarréttir: Sætkartöflubaggi, marinerað tófú og hráfæðissæla með jarðarberjakremi 1. nóvember 2011 10:00 Þórir segir heilsu- og grænmetisfæði ekki eingöngu fyrir grænmetisætur heldur líka fyrir þá sem kjósa fjölbreytta fæðu. Í aðalréttinn má nota kjúkling í staðinn fyrir tófú og hann má bera fram með hefðbundnu jólameðlæti. MYND/fréttablaðið/Anton Þó að flestir tengi hátíðarmat við saðsamar kjötmáltíðir þá eru til ýmsir heilsusamlegir valkostir. Grænmetisætum stendur ýmislegt spennandi til boða eins og ljóst má vera af matseðlinum sem Þórir Bergsson kokkur setti saman með tófú-spjót í aðalrétt. Þórir Bergsson, yfirkokkur á Grænum kosti, gefur lesendum hugmynd að heilsusamlegum þrírétta hátíðarmat. Þórir hefur fengist við eldamennsku á ýmsum veitingastöðum en hann lærði til kokks í Danmörku. Þórir segir margar grænmetisætur borða hnetusteik yfir hátíðarnar en hana er hægt að kaupa tilbúna hjá Grænum kosti ásamt sveppasósu og Waldorfsalati. Sætkartöflubaggar og tófú-spjót gætu höfðað til þeirra sem vilja prófa eitthvað nýtt. „Ég legg áherslu á það að fólk noti hugmyndaflugið, styðjist við uppskriftirnar en skipti um hráefni eftir smekk. Ef fólk vill kjúkling í stað tófú þá er ekkert að því."Sætkartöflubaggi með valhnetum og geitaostiForréttur fyrir 6 2 stk. vorrúlludeig 2 sætar kartöflur (skornar í 1 cm teninga) 1 blaðlaukur (skorinn í sneiðar) 200 g geitaostur handfylli graskersfræ 100 g valhnetur kókosolía eða venjuleg olía Kartöflunum og blaðlauknum velt upp úr smá olíu. Bakað við háan hita í um það bil 20 mínútur. Blaðlaukurinn má brenna smávegis. Látið kólna en svo blandað við restina af hráefnunum og smakkað til með salti. Innihaldinu komið fyrir í vorrúlludeiginu. Gott er að vefja utan um það tveimur lögum af degi en smyrja á milli með olíu. Pensla deigið með olíu áður en rúllurnar eru settar í 200 gráðu heitan ofn og bakaðar í um það bil 15-20 mínútur. Borið fram með sætri chilisósu og salati.Marinerað tófú á spjóti með satay-sósuAðalréttur fyrir 6 2-3 pakkar tófú 1 pakki sveppir 2 rauðar paprikur Marinering 1 chili 2 dl tamari (eða soja) 2 dl olía 2 hvítlauksgeirar (hakkaðir) 2 þumlar engifer (rifið) öllu blandað saman Tófúið skorið í hæfilega bita. Sveppirnir hafðir heilir og marineringunni hellt yfir. Látið standa í eina klukkustund en ekki lengur. Grænmetið og tófúið sett á spjót og bakað í ofni við 200° í 15-20 mínútur. Satay-sósu er bæði hægt að laga frá grunni eða kaupa nánast tilbúna. Þórir mælir með Geo organic satay-sósu sem fæst í Manni lifandi. Með þessu er hægt að hafa hvaða jólameðlæti sem er eins og rauðbeður, Waldorfsalat, grjón og fleira.Hráfæðissæla með jarðarberjakremi og ferskum berjum Eftirréttur fyrir 6 Botn200 g cashew-hnetur100 g möndlur (flysjaðar)200 g döðlur100 g rúsínur FyllingFrosin jarðarberMöndlumjólkFrosinn bananiAgave-sírópVanilla Hráefnið í botninn er lagt í bleyti í klukkustund. Síðan er það sett í matvinnsluvél og blandað þar til það er orðið að deigi. Það er síðan mótað í botninn á hæfilega stórum eftirréttarformum og fryst. Mikilvægt að skilja eftir holu fyrir fyllinguna. Innihaldið í fyllinguna er svo sett í blandara og hellt í miðjuna á frosnu deiginu og fryst að nýju. Rétturinn látinn standa við stofuhita í um klukkustund áður en hann er borinn fram með berjum og rjóma. Eftirréttir Grænmetisréttir Jólamatur Uppskriftir Mest lesið Þakkargjörð í sól og hita Jól Gyðingakökur Jól Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól Uppskrift að piparkökuhúsi Jólin Fylltar kalkúnabringur Jólin Mömmukökur bestar Jólin Svona gerirðu graflax Jól Endurgerð á ömmusalati Jól Kjúklingur með ljúfu jólabragði Jól Óskalagatónleikar, aðventu- kvöld og fjölbreytt listalíf Jólin
Þó að flestir tengi hátíðarmat við saðsamar kjötmáltíðir þá eru til ýmsir heilsusamlegir valkostir. Grænmetisætum stendur ýmislegt spennandi til boða eins og ljóst má vera af matseðlinum sem Þórir Bergsson kokkur setti saman með tófú-spjót í aðalrétt. Þórir Bergsson, yfirkokkur á Grænum kosti, gefur lesendum hugmynd að heilsusamlegum þrírétta hátíðarmat. Þórir hefur fengist við eldamennsku á ýmsum veitingastöðum en hann lærði til kokks í Danmörku. Þórir segir margar grænmetisætur borða hnetusteik yfir hátíðarnar en hana er hægt að kaupa tilbúna hjá Grænum kosti ásamt sveppasósu og Waldorfsalati. Sætkartöflubaggar og tófú-spjót gætu höfðað til þeirra sem vilja prófa eitthvað nýtt. „Ég legg áherslu á það að fólk noti hugmyndaflugið, styðjist við uppskriftirnar en skipti um hráefni eftir smekk. Ef fólk vill kjúkling í stað tófú þá er ekkert að því."Sætkartöflubaggi með valhnetum og geitaostiForréttur fyrir 6 2 stk. vorrúlludeig 2 sætar kartöflur (skornar í 1 cm teninga) 1 blaðlaukur (skorinn í sneiðar) 200 g geitaostur handfylli graskersfræ 100 g valhnetur kókosolía eða venjuleg olía Kartöflunum og blaðlauknum velt upp úr smá olíu. Bakað við háan hita í um það bil 20 mínútur. Blaðlaukurinn má brenna smávegis. Látið kólna en svo blandað við restina af hráefnunum og smakkað til með salti. Innihaldinu komið fyrir í vorrúlludeiginu. Gott er að vefja utan um það tveimur lögum af degi en smyrja á milli með olíu. Pensla deigið með olíu áður en rúllurnar eru settar í 200 gráðu heitan ofn og bakaðar í um það bil 15-20 mínútur. Borið fram með sætri chilisósu og salati.Marinerað tófú á spjóti með satay-sósuAðalréttur fyrir 6 2-3 pakkar tófú 1 pakki sveppir 2 rauðar paprikur Marinering 1 chili 2 dl tamari (eða soja) 2 dl olía 2 hvítlauksgeirar (hakkaðir) 2 þumlar engifer (rifið) öllu blandað saman Tófúið skorið í hæfilega bita. Sveppirnir hafðir heilir og marineringunni hellt yfir. Látið standa í eina klukkustund en ekki lengur. Grænmetið og tófúið sett á spjót og bakað í ofni við 200° í 15-20 mínútur. Satay-sósu er bæði hægt að laga frá grunni eða kaupa nánast tilbúna. Þórir mælir með Geo organic satay-sósu sem fæst í Manni lifandi. Með þessu er hægt að hafa hvaða jólameðlæti sem er eins og rauðbeður, Waldorfsalat, grjón og fleira.Hráfæðissæla með jarðarberjakremi og ferskum berjum Eftirréttur fyrir 6 Botn200 g cashew-hnetur100 g möndlur (flysjaðar)200 g döðlur100 g rúsínur FyllingFrosin jarðarberMöndlumjólkFrosinn bananiAgave-sírópVanilla Hráefnið í botninn er lagt í bleyti í klukkustund. Síðan er það sett í matvinnsluvél og blandað þar til það er orðið að deigi. Það er síðan mótað í botninn á hæfilega stórum eftirréttarformum og fryst. Mikilvægt að skilja eftir holu fyrir fyllinguna. Innihaldið í fyllinguna er svo sett í blandara og hellt í miðjuna á frosnu deiginu og fryst að nýju. Rétturinn látinn standa við stofuhita í um klukkustund áður en hann er borinn fram með berjum og rjóma.
Eftirréttir Grænmetisréttir Jólamatur Uppskriftir Mest lesið Þakkargjörð í sól og hita Jól Gyðingakökur Jól Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól Uppskrift að piparkökuhúsi Jólin Fylltar kalkúnabringur Jólin Mömmukökur bestar Jólin Svona gerirðu graflax Jól Endurgerð á ömmusalati Jól Kjúklingur með ljúfu jólabragði Jól Óskalagatónleikar, aðventu- kvöld og fjölbreytt listalíf Jólin