Magni: Gömul jólalög kveikja í mér 1. nóvember 2011 00:01 „Við ætlum að vera heima hjá okkur á Akureyri litla fjölskyldan - það stefnir meira að segja í að við eldum allt sjálf." „Jólakortin eru upphafið af undirbúningnum á okkar heimili," segir Guðmundur M. Ásgeirsson, betur þekktur sem Magni í Á móti sól, spurður út í jólaundirbúninginn.„Það hefur skapast sú hefð að við búum þau til sjálf og það er farið að leggja höfuðið í bleyti strax þegar fer að hausta."„Gömul jólalög kveikja þetta stundum í mér og reyndar líka ef ég lendi í því að syngja jólalög opinberlega."„Konan mín er svo fyrirhyggjusöm að það er búið að kaupa flestar gjafir í byrjun nóvember og þar af leiðandi ekkert til að stressa sig yfir."„Aðventan fer síðan bara í að skreyta og setja upp seríur í rólegheitum."„Ég myndi segja að við værum óttarlega mikil jólabörn á þessu heimili," segir Magni.„Þegar allir voru búnir að opna pakkana og slappa svolítið af söfnuðust allir saman heima hjá ömmu og afa og fengu sér smá kvöldsnarl."„Gömul jólalög kveikja þetta stundum í mér og reyndar líka ef ég lendi í því að syngja jólalög opinberlega." „Ég dett samt yfirleitt ekkert í jólaskapið fyrr en ég finn lyktina af hryggnum í ofninum," svarar Magni aðspurður hvað kemur honum í hátíðarskap. „Ég á mjög margar yndislegar minningar frá jólunum," segir Magni þegar talið berst að góðum minningum tengdum jólahaldi.Magni, Eyrún eiginkona hans og Marínó sonur þeirra ætla að eyða jólunum fyrir norðan.„Það eru ríkar jólahefðir heima á Borgarfirði og ein af þeim sem ég hlakkaði alltaf mest til sem barn var að hitta ættingjana á aðfangadagskvöld því þegar allir voru búnir að opna pakkana og slappa svolítið af söfnuðust allir saman heima hjá ömmu og afa og fengu sér smá kvöldsnarl." „Þetta finnst mér ennþá stór hluti af jólahaldinu þó svo að ég verði nokkrum dögum of seinn þetta árið," segir hann. Hvar verður fjölskyldan á aðfangadag? „Við ætlum að vera heima hjá okkur á Akureyri litla fjölskyldan - það stefnir meira að segja í að við eldum allt sjálf," segir Magni.-elly@365.is Jólafréttir Mest lesið Jólalag dagsins: Jónsi og Selma með Þú komst með jólin til mín Jól Simmi: Hreindýralundir og jólaís Jólin Fiskur er hátíðarmatur á Ítalíu Jól Núðlur í bland við KFC um jólin í Japan Jól Ljósastjörnur Jól Dós sem spilar íslenskt lag Jól Sálmur 72 - Nóttin var sú ágæt ein Jól Ilmkerti Jólin Gjörningur og stuðuppákoma Jól Jólainnkaup í Dublin Jól
„Jólakortin eru upphafið af undirbúningnum á okkar heimili," segir Guðmundur M. Ásgeirsson, betur þekktur sem Magni í Á móti sól, spurður út í jólaundirbúninginn.„Það hefur skapast sú hefð að við búum þau til sjálf og það er farið að leggja höfuðið í bleyti strax þegar fer að hausta."„Gömul jólalög kveikja þetta stundum í mér og reyndar líka ef ég lendi í því að syngja jólalög opinberlega."„Konan mín er svo fyrirhyggjusöm að það er búið að kaupa flestar gjafir í byrjun nóvember og þar af leiðandi ekkert til að stressa sig yfir."„Aðventan fer síðan bara í að skreyta og setja upp seríur í rólegheitum."„Ég myndi segja að við værum óttarlega mikil jólabörn á þessu heimili," segir Magni.„Þegar allir voru búnir að opna pakkana og slappa svolítið af söfnuðust allir saman heima hjá ömmu og afa og fengu sér smá kvöldsnarl."„Gömul jólalög kveikja þetta stundum í mér og reyndar líka ef ég lendi í því að syngja jólalög opinberlega." „Ég dett samt yfirleitt ekkert í jólaskapið fyrr en ég finn lyktina af hryggnum í ofninum," svarar Magni aðspurður hvað kemur honum í hátíðarskap. „Ég á mjög margar yndislegar minningar frá jólunum," segir Magni þegar talið berst að góðum minningum tengdum jólahaldi.Magni, Eyrún eiginkona hans og Marínó sonur þeirra ætla að eyða jólunum fyrir norðan.„Það eru ríkar jólahefðir heima á Borgarfirði og ein af þeim sem ég hlakkaði alltaf mest til sem barn var að hitta ættingjana á aðfangadagskvöld því þegar allir voru búnir að opna pakkana og slappa svolítið af söfnuðust allir saman heima hjá ömmu og afa og fengu sér smá kvöldsnarl." „Þetta finnst mér ennþá stór hluti af jólahaldinu þó svo að ég verði nokkrum dögum of seinn þetta árið," segir hann. Hvar verður fjölskyldan á aðfangadag? „Við ætlum að vera heima hjá okkur á Akureyri litla fjölskyldan - það stefnir meira að segja í að við eldum allt sjálf," segir Magni.-elly@365.is
Jólafréttir Mest lesið Jólalag dagsins: Jónsi og Selma með Þú komst með jólin til mín Jól Simmi: Hreindýralundir og jólaís Jólin Fiskur er hátíðarmatur á Ítalíu Jól Núðlur í bland við KFC um jólin í Japan Jól Ljósastjörnur Jól Dós sem spilar íslenskt lag Jól Sálmur 72 - Nóttin var sú ágæt ein Jól Ilmkerti Jólin Gjörningur og stuðuppákoma Jól Jólainnkaup í Dublin Jól