Huldukonan mállausa 1. nóvember 2011 00:01 Eitt sinn fannst kona út á skógi er ekki var mennsk, heldur álfakyns og talaði ekki orð við neinn mann. Hún var á einum bæ á Suðurlandi um veturinn og var ófáanleg til að fara nokkurn tíma til kirkju. Eina jólanótt fór allt til kirkju nema hún, en smalanum varð illt á leiðinni svo hann sneri aftur, en þegar huldukonan var húin að gjöra allt sem hún þurfti bjó hún sig og gekk á stað og smalinn á eftir, en sem hún kom að jarðfalli einu lagði hún þar dúk er hún sté á og smalinn einnig. Gengu þau svo þar til þau komu í undirgang einn og gengu eftir honum þangað til þau komu að húsaþorpi, þar var margt fólk að ríða til kirkju, og linntu þau ei fyrr en þau komu að kirkjudyrunum. Kom þá maður og börn og margar konur og var ein meðal þeirra með barn er huldukonan tók við og fór með inn í kirkjuna, en um messuna fór barn hennar að hljóða og varð rétt óhuggandi þar til konan tók hringinn af hendi sinni og léði því. En þegar það var búið að leika sér stundarkorn missti það hringinn á kirkjugólfið, en smalinn sem var í hulinshjálmi tók hringinn. Og síðan var messunni lokið og fólkið kvaddi hana með mestu virktum og þó skjótlega, en hún fór á stað og smalinn fylgdist með henni svo hún vissi ekki af, og las hún sig áfram á dúknum. Og er þau voru rétt nýkomin heim kom fólkið frá kirkjunni, en þegar allir voru heim komnir segir húsbóndinn því hún vilji ei til kirkju fara. Álfkonan svarar engu heldur en fyrri því hún mátti eigi mæla. Þá segir smalinn hún hafi heyrt eins góða messu eins og það í nótt. Þá segir álfkonan hvert hann geti sannað það. Sýnir hann þá hringinn til sannindamerkis, en hún gleðst mjög og segir að það sé kona í híbýlum hennar sem hafi lagt á sig að hún skyldi fara til mennskra manna og ekkert orð geta talað fyrr en það kæmist upp hvernig á henni stæði, en leyft hefði sér verið að koma til álfa þrjár jólanætur. En ef það kæmist ekki upp þá þriðju skyldi hún aldrei geta burt komist né við menn mælt. Síðan kvaddi huldukonan allt fólkið og sagði smalanum að hann skyldi koma að jarðfallinu næsta morgun og þar yrðu tveir sekkir, annar fullur með gull, hinn með silfur. Og þetta reyndist svo sem hún sagt hafði, og lýkur þar sögunni. Mest lesið Eggjalaus jólabakstur er leikur einn Jól Uppruni jólasiðanna Jól Aðventa fyrir prinsessur Jólin Litlar jólakringlur Jólin Ein ómerkileg setning Jól Dagskrá aðventu, jóla og áramóta í Háteigskirkju Jól Jólabrauðterta með hamborgarhrygg Jólin Jólahlaðborð á sænska vísu Jól Brekkur til að renna sér í Jólin Heldur jólin í herstöð í Afganistan Jól
Eitt sinn fannst kona út á skógi er ekki var mennsk, heldur álfakyns og talaði ekki orð við neinn mann. Hún var á einum bæ á Suðurlandi um veturinn og var ófáanleg til að fara nokkurn tíma til kirkju. Eina jólanótt fór allt til kirkju nema hún, en smalanum varð illt á leiðinni svo hann sneri aftur, en þegar huldukonan var húin að gjöra allt sem hún þurfti bjó hún sig og gekk á stað og smalinn á eftir, en sem hún kom að jarðfalli einu lagði hún þar dúk er hún sté á og smalinn einnig. Gengu þau svo þar til þau komu í undirgang einn og gengu eftir honum þangað til þau komu að húsaþorpi, þar var margt fólk að ríða til kirkju, og linntu þau ei fyrr en þau komu að kirkjudyrunum. Kom þá maður og börn og margar konur og var ein meðal þeirra með barn er huldukonan tók við og fór með inn í kirkjuna, en um messuna fór barn hennar að hljóða og varð rétt óhuggandi þar til konan tók hringinn af hendi sinni og léði því. En þegar það var búið að leika sér stundarkorn missti það hringinn á kirkjugólfið, en smalinn sem var í hulinshjálmi tók hringinn. Og síðan var messunni lokið og fólkið kvaddi hana með mestu virktum og þó skjótlega, en hún fór á stað og smalinn fylgdist með henni svo hún vissi ekki af, og las hún sig áfram á dúknum. Og er þau voru rétt nýkomin heim kom fólkið frá kirkjunni, en þegar allir voru heim komnir segir húsbóndinn því hún vilji ei til kirkju fara. Álfkonan svarar engu heldur en fyrri því hún mátti eigi mæla. Þá segir smalinn hún hafi heyrt eins góða messu eins og það í nótt. Þá segir álfkonan hvert hann geti sannað það. Sýnir hann þá hringinn til sannindamerkis, en hún gleðst mjög og segir að það sé kona í híbýlum hennar sem hafi lagt á sig að hún skyldi fara til mennskra manna og ekkert orð geta talað fyrr en það kæmist upp hvernig á henni stæði, en leyft hefði sér verið að koma til álfa þrjár jólanætur. En ef það kæmist ekki upp þá þriðju skyldi hún aldrei geta burt komist né við menn mælt. Síðan kvaddi huldukonan allt fólkið og sagði smalanum að hann skyldi koma að jarðfallinu næsta morgun og þar yrðu tveir sekkir, annar fullur með gull, hinn með silfur. Og þetta reyndist svo sem hún sagt hafði, og lýkur þar sögunni.
Mest lesið Eggjalaus jólabakstur er leikur einn Jól Uppruni jólasiðanna Jól Aðventa fyrir prinsessur Jólin Litlar jólakringlur Jólin Ein ómerkileg setning Jól Dagskrá aðventu, jóla og áramóta í Háteigskirkju Jól Jólabrauðterta með hamborgarhrygg Jólin Jólahlaðborð á sænska vísu Jól Brekkur til að renna sér í Jólin Heldur jólin í herstöð í Afganistan Jól