Viðskipti innlent

Magnús Ármann og Jón Scheving eiga ekkert í Vefpressunni

Björn Ingi Hrafnsson, einn eigenda Vefpressunnar.
Björn Ingi Hrafnsson, einn eigenda Vefpressunnar.
Fjárfestarnir Jón Scheving Thorsteinsson og Magnús Ármann eru ekki hluthafar í Vefpressunni eins og fram kom í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti, í morgun. Beðist er velvirðingar á mistökunum.

Í ársreikningi Vefpressunnar, sem á vefmiðlana Eyjan, Pressan, Menn.is, Bleikt.is, og netverslanir, kemur fram að félögin AB 10 ehf og AB 11 ehf hafi tekið þátt í hlutafjáraukningu félagsins á síðasta ári. JST Holding og Imon hétu áður AB 10 og AB 11.

Hið rétta er að félögin heita AB10 og AB11 (án stafabila). Félagið AB10 stofnuðu þeir Björn Ingi Hrafnsson, stjórnarformaður og stofnandi Vefpressunnar, og Arnar Ægisson, framkvæmdastjóri Vefpressunnar. Þeir eru báðir prókúruhafar félagsins en Arnar framkvæmdastjóri AB10.

Björn Ingi stofnaði félagið AB11. Hann er prókúruhafi félagsins og framkvæmdastjóri.

Félögin AB10 og AB11 eiga samtals 24,5 prósenta hlut í Vefpressunni. Saman eiga þeir Björn og Arnar því 56,85 prósenta hlut í félaginu, bæði eigin nafni og í nafni félaganna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×