Meðfylgjandi myndir voru teknar í gærkvöldi þegar Helgi Björns kynnti nýja diskinn sinn, Dægurperlur, á veitingahúsinu La Luna á Rauðarárstíg.
Helgi bauð gestum upp á ítalska matargerð af bestu gerð, sérvalin vín og að ekki sé minnst á eðaltónlist af nýja disknum hans þar sem hann syngur sígilda íslenska smelli með Bogomil Font, Eivör, Högna, Mugison, Ragnheiði Gröndal og karlakórnum Þresti.
Diskurinn/DVD inniheldur tónleikana sem Helgi hélt í Hörpu 17. júní síðastliðinn fyrir troðfullu húsi.
Helgi Björns kann sko að halda partý
elly@365.is skrifar
