Fimm vinklar The Strokes 17. mars 2011 19:30 Angles, fjórða plata The Strokes, kemur út í næstu viku. Hljómsveitin hefur boðið aðdáendum sínum upp á að hlusta á plötuna á heimasíðu sinni, thestrokes.com, síðustu daga. Atli Fannar Bjarkason renndi yfir hana og skoðaði tilurð hennar. Albert Hammond Jr., gítarleikari The Strokes, útskýrði í viðtali við tímaritið Rolling Stone að nafn væntanlegrar plötu The Strokes, Angles eða Vinklar, ætti að gefa til kynna að fimm tónlistarmenn hefðu unnið plötuna saman. Platan kemur út í næstu viku, en rúmlega fimm ár eru síðan síðasta plata hljómsveitarinnar kom út. Nafn plötunnar virðist tengjast því að fréttir bárust reglulega af deilum innan hljómsveitarinnar þegar vinna að henni stóð yfir. Það virðist við fyrstu hlustun ekki koma niður á plötunni, sem er heilsteypt og hljómar eins og hún sé gerð af samrýndri hljómsveit. Ýmislegt gekk á við vinnslu plötunnar. Hún átti fyrst að koma út seint árið 2009, en ágreiningur innan hljómsveitarinnar um hvort lögin væru tilbúin eða ekki varð til þess að útgáfunni var frestað. Þá átti upptökustjórinn Joe Chicarelli að stýra upptökum á plötunni. Hann hefur unnið með hljómsveitum á borð við U2, My Morning Jacket og The Shins, en meðlimir The Strokes voru ekki ánægðir með hann, slitu samstarfinu og hentu nánast öllum upptökunum. Chicarelli stýrði því aðeins upptökum á einu lagi sem endaði á plötunni og var það lokalagið Life Is Simple in the Moonlight. Hljómsveitin byrjaði upp á nýtt í hljóðveri gítarleikarans Alberts Hammond Jr. með upptökustjóranum Gus Oberg, sem kláraði plötuna. Bassaleikarinn Nikolai Fraiture sagði í viðtali við Rolling Stone að Angles væri afturhvarf til einfaldleikans sem einkenndi fyrstu plötu The Strokes, Is This It. Fraiture hefur rétt fyrir sér að einhverju leyti. Lagasmíðarnar á Angles eru vissulega ekki flóknar, enda hefur The Strokes aldrei gert tilraunir til að finna upp hjólið. En það eru tíu ár á milli Is This It og Angles og það heyrist vel. Hljómsveitin leikur sér með stílinn á Angles og skemmtileg notkun á hljóðgervlum er áberandi. The Strokes er löngu búin að sanna sig sem ein af merkustu hljómsveitum sinnar kynslóðar. Við fyrstu hlustun virðist Angles aðeins ætla að auka hróður hljómsveitarinnar. atlifannar@frettabladid.isMyndir Nordicphotos/Getty. Lífið Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira
Angles, fjórða plata The Strokes, kemur út í næstu viku. Hljómsveitin hefur boðið aðdáendum sínum upp á að hlusta á plötuna á heimasíðu sinni, thestrokes.com, síðustu daga. Atli Fannar Bjarkason renndi yfir hana og skoðaði tilurð hennar. Albert Hammond Jr., gítarleikari The Strokes, útskýrði í viðtali við tímaritið Rolling Stone að nafn væntanlegrar plötu The Strokes, Angles eða Vinklar, ætti að gefa til kynna að fimm tónlistarmenn hefðu unnið plötuna saman. Platan kemur út í næstu viku, en rúmlega fimm ár eru síðan síðasta plata hljómsveitarinnar kom út. Nafn plötunnar virðist tengjast því að fréttir bárust reglulega af deilum innan hljómsveitarinnar þegar vinna að henni stóð yfir. Það virðist við fyrstu hlustun ekki koma niður á plötunni, sem er heilsteypt og hljómar eins og hún sé gerð af samrýndri hljómsveit. Ýmislegt gekk á við vinnslu plötunnar. Hún átti fyrst að koma út seint árið 2009, en ágreiningur innan hljómsveitarinnar um hvort lögin væru tilbúin eða ekki varð til þess að útgáfunni var frestað. Þá átti upptökustjórinn Joe Chicarelli að stýra upptökum á plötunni. Hann hefur unnið með hljómsveitum á borð við U2, My Morning Jacket og The Shins, en meðlimir The Strokes voru ekki ánægðir með hann, slitu samstarfinu og hentu nánast öllum upptökunum. Chicarelli stýrði því aðeins upptökum á einu lagi sem endaði á plötunni og var það lokalagið Life Is Simple in the Moonlight. Hljómsveitin byrjaði upp á nýtt í hljóðveri gítarleikarans Alberts Hammond Jr. með upptökustjóranum Gus Oberg, sem kláraði plötuna. Bassaleikarinn Nikolai Fraiture sagði í viðtali við Rolling Stone að Angles væri afturhvarf til einfaldleikans sem einkenndi fyrstu plötu The Strokes, Is This It. Fraiture hefur rétt fyrir sér að einhverju leyti. Lagasmíðarnar á Angles eru vissulega ekki flóknar, enda hefur The Strokes aldrei gert tilraunir til að finna upp hjólið. En það eru tíu ár á milli Is This It og Angles og það heyrist vel. Hljómsveitin leikur sér með stílinn á Angles og skemmtileg notkun á hljóðgervlum er áberandi. The Strokes er löngu búin að sanna sig sem ein af merkustu hljómsveitum sinnar kynslóðar. Við fyrstu hlustun virðist Angles aðeins ætla að auka hróður hljómsveitarinnar. atlifannar@frettabladid.isMyndir Nordicphotos/Getty.
Lífið Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira