Fimm vinklar The Strokes 17. mars 2011 19:30 Angles, fjórða plata The Strokes, kemur út í næstu viku. Hljómsveitin hefur boðið aðdáendum sínum upp á að hlusta á plötuna á heimasíðu sinni, thestrokes.com, síðustu daga. Atli Fannar Bjarkason renndi yfir hana og skoðaði tilurð hennar. Albert Hammond Jr., gítarleikari The Strokes, útskýrði í viðtali við tímaritið Rolling Stone að nafn væntanlegrar plötu The Strokes, Angles eða Vinklar, ætti að gefa til kynna að fimm tónlistarmenn hefðu unnið plötuna saman. Platan kemur út í næstu viku, en rúmlega fimm ár eru síðan síðasta plata hljómsveitarinnar kom út. Nafn plötunnar virðist tengjast því að fréttir bárust reglulega af deilum innan hljómsveitarinnar þegar vinna að henni stóð yfir. Það virðist við fyrstu hlustun ekki koma niður á plötunni, sem er heilsteypt og hljómar eins og hún sé gerð af samrýndri hljómsveit. Ýmislegt gekk á við vinnslu plötunnar. Hún átti fyrst að koma út seint árið 2009, en ágreiningur innan hljómsveitarinnar um hvort lögin væru tilbúin eða ekki varð til þess að útgáfunni var frestað. Þá átti upptökustjórinn Joe Chicarelli að stýra upptökum á plötunni. Hann hefur unnið með hljómsveitum á borð við U2, My Morning Jacket og The Shins, en meðlimir The Strokes voru ekki ánægðir með hann, slitu samstarfinu og hentu nánast öllum upptökunum. Chicarelli stýrði því aðeins upptökum á einu lagi sem endaði á plötunni og var það lokalagið Life Is Simple in the Moonlight. Hljómsveitin byrjaði upp á nýtt í hljóðveri gítarleikarans Alberts Hammond Jr. með upptökustjóranum Gus Oberg, sem kláraði plötuna. Bassaleikarinn Nikolai Fraiture sagði í viðtali við Rolling Stone að Angles væri afturhvarf til einfaldleikans sem einkenndi fyrstu plötu The Strokes, Is This It. Fraiture hefur rétt fyrir sér að einhverju leyti. Lagasmíðarnar á Angles eru vissulega ekki flóknar, enda hefur The Strokes aldrei gert tilraunir til að finna upp hjólið. En það eru tíu ár á milli Is This It og Angles og það heyrist vel. Hljómsveitin leikur sér með stílinn á Angles og skemmtileg notkun á hljóðgervlum er áberandi. The Strokes er löngu búin að sanna sig sem ein af merkustu hljómsveitum sinnar kynslóðar. Við fyrstu hlustun virðist Angles aðeins ætla að auka hróður hljómsveitarinnar. atlifannar@frettabladid.isMyndir Nordicphotos/Getty. Lífið Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Angles, fjórða plata The Strokes, kemur út í næstu viku. Hljómsveitin hefur boðið aðdáendum sínum upp á að hlusta á plötuna á heimasíðu sinni, thestrokes.com, síðustu daga. Atli Fannar Bjarkason renndi yfir hana og skoðaði tilurð hennar. Albert Hammond Jr., gítarleikari The Strokes, útskýrði í viðtali við tímaritið Rolling Stone að nafn væntanlegrar plötu The Strokes, Angles eða Vinklar, ætti að gefa til kynna að fimm tónlistarmenn hefðu unnið plötuna saman. Platan kemur út í næstu viku, en rúmlega fimm ár eru síðan síðasta plata hljómsveitarinnar kom út. Nafn plötunnar virðist tengjast því að fréttir bárust reglulega af deilum innan hljómsveitarinnar þegar vinna að henni stóð yfir. Það virðist við fyrstu hlustun ekki koma niður á plötunni, sem er heilsteypt og hljómar eins og hún sé gerð af samrýndri hljómsveit. Ýmislegt gekk á við vinnslu plötunnar. Hún átti fyrst að koma út seint árið 2009, en ágreiningur innan hljómsveitarinnar um hvort lögin væru tilbúin eða ekki varð til þess að útgáfunni var frestað. Þá átti upptökustjórinn Joe Chicarelli að stýra upptökum á plötunni. Hann hefur unnið með hljómsveitum á borð við U2, My Morning Jacket og The Shins, en meðlimir The Strokes voru ekki ánægðir með hann, slitu samstarfinu og hentu nánast öllum upptökunum. Chicarelli stýrði því aðeins upptökum á einu lagi sem endaði á plötunni og var það lokalagið Life Is Simple in the Moonlight. Hljómsveitin byrjaði upp á nýtt í hljóðveri gítarleikarans Alberts Hammond Jr. með upptökustjóranum Gus Oberg, sem kláraði plötuna. Bassaleikarinn Nikolai Fraiture sagði í viðtali við Rolling Stone að Angles væri afturhvarf til einfaldleikans sem einkenndi fyrstu plötu The Strokes, Is This It. Fraiture hefur rétt fyrir sér að einhverju leyti. Lagasmíðarnar á Angles eru vissulega ekki flóknar, enda hefur The Strokes aldrei gert tilraunir til að finna upp hjólið. En það eru tíu ár á milli Is This It og Angles og það heyrist vel. Hljómsveitin leikur sér með stílinn á Angles og skemmtileg notkun á hljóðgervlum er áberandi. The Strokes er löngu búin að sanna sig sem ein af merkustu hljómsveitum sinnar kynslóðar. Við fyrstu hlustun virðist Angles aðeins ætla að auka hróður hljómsveitarinnar. atlifannar@frettabladid.isMyndir Nordicphotos/Getty.
Lífið Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira