Handbolti

Kristinn: Við erum í baráttu

Kristinn Guðmundsson, aðstoðarþjálfari HK.
Kristinn Guðmundsson, aðstoðarþjálfari HK.
„Við vorum búnir að leggja mikið á okkur að vinna upp forskotið og náðum forystu hérna rétt fyrir lokin, það var því mjög súrt að ná ekki að klára þetta," sagði Kristinn Guðmundsson, aðstoðarþjálfari HK eftir 29-28 tap gegn Haukum á Ásvöllum í kvöld.

„Við breyttum um vörn fyrir leikinn til að gefa fleiri mönnum hvíld sem riðaði vörnina okkar og ruglaði eflaust markmanninn. Við töluðum um að laga þetta í hálfleik og sýndist það þegar vörnin og markvarslan voru mun betri í seinni hálfleik,"

„Þetta dugði ekki í kvöld þótt við höfum barist eins og ljón á köflum og erum að hafa virkilega fyrir því í þessum leik sem var mun betri en síðasti leikur gegn Selfoss,"

Aðeins fjórir leikir eru eftir af deildinni og duttu HK úr úrslitakeppnis-sæti eftir þennan leik en það er þó aðeins eitt stig í næstu tvö lið.

„Við erum í baráttu við Hauka og fleiri að komast í úrslitakeppnina. Við stefnum á að komast þangað og ef við náum því ekki eru það gríðarleg vonbrigði. Þetta gekk ekki í dag en það eru fjórir leikir eftir, við verðum bara að einbeita okkur að okkar leikjum, vinna þá og sjá hvert það skilar okkur," sagði Kristinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×