Fyrsta sólóplata Begga Smára 17. mars 2011 15:00 Fyrsta plata tónlistarmannsins Begga Smára nefnist Mood og kemur út eftir um það bil mánuð. Þar blandar hann saman blús, sálartónlist og poppi. Við upptökurnar leitaðist hann við að ná sama hljómi og er á plötu Englendingsins Pauls Weller, Stanley Road, sem kom út 1995. „Ég er mikill aðdáandi hans," segir Beggi, sem hefur starfrækt hljómsveitina Mood undanfarin ár. Fyrsta lagið sem heyrist af plötunni, Warm & Strong, hefur fengið góðar viðtökur. Það er komið inn á vinsældalista Rásar 2 og hefur fengið fína spilun á Bylgjunni. „Ég er bara mjög sáttur. Þetta er miklu meira en ég bjóst við því ég hélt að þessi tónlist væri alveg í jaðrinum," segir Beggi. Upptökum á plötunni lauk seint á síðasta ári hjá Benzin-bræðrunum Berki og Daða og það var í gegnum þá sem Beggi komst í kynni við Bandaríkjamanninn Bob Katz, sem er þrefaldur Grammy-verðlaunahafi. Hann sá um að hljómjafna plötuna og gaf Begga góða umsögn á Twitter-síðu sinni skömmu síðar. „Nafn íslensku blússtjörnunnar Begga Smára ætti að vera þekkt um allan heim. Þetta er persónulegasta blúsplata sem ég hef hljómjafnað," skrifaði hann. Beggi er að sjálfsögðu ánægður með ummælin. „Það var alveg frábært að heyra þetta frá þessum gaur. Hann er búinn að vera í þessu í fjörutíu ár og hlýtur að vita eitthvað um hvað hann er að tala," segir hann. Beggi ætlar að vera duglegur við spilamennsku á næstunni til að kynna plötuna. Hann stefnir einnig á spila í Bandaríkjunum, hugsanlega í kringum næstu áramót.- fb Lífið Tónlist Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Lífið Fleiri fréttir Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ „Sköpunargáfan er svo mikill prakkari að hún ullar á plön“ Tanja Ýr eignaðist dreng Kornungur og í vandræðum með holdris Helmingur labbar út þegar komið er að því að teygja Sjá meira
Fyrsta plata tónlistarmannsins Begga Smára nefnist Mood og kemur út eftir um það bil mánuð. Þar blandar hann saman blús, sálartónlist og poppi. Við upptökurnar leitaðist hann við að ná sama hljómi og er á plötu Englendingsins Pauls Weller, Stanley Road, sem kom út 1995. „Ég er mikill aðdáandi hans," segir Beggi, sem hefur starfrækt hljómsveitina Mood undanfarin ár. Fyrsta lagið sem heyrist af plötunni, Warm & Strong, hefur fengið góðar viðtökur. Það er komið inn á vinsældalista Rásar 2 og hefur fengið fína spilun á Bylgjunni. „Ég er bara mjög sáttur. Þetta er miklu meira en ég bjóst við því ég hélt að þessi tónlist væri alveg í jaðrinum," segir Beggi. Upptökum á plötunni lauk seint á síðasta ári hjá Benzin-bræðrunum Berki og Daða og það var í gegnum þá sem Beggi komst í kynni við Bandaríkjamanninn Bob Katz, sem er þrefaldur Grammy-verðlaunahafi. Hann sá um að hljómjafna plötuna og gaf Begga góða umsögn á Twitter-síðu sinni skömmu síðar. „Nafn íslensku blússtjörnunnar Begga Smára ætti að vera þekkt um allan heim. Þetta er persónulegasta blúsplata sem ég hef hljómjafnað," skrifaði hann. Beggi er að sjálfsögðu ánægður með ummælin. „Það var alveg frábært að heyra þetta frá þessum gaur. Hann er búinn að vera í þessu í fjörutíu ár og hlýtur að vita eitthvað um hvað hann er að tala," segir hann. Beggi ætlar að vera duglegur við spilamennsku á næstunni til að kynna plötuna. Hann stefnir einnig á spila í Bandaríkjunum, hugsanlega í kringum næstu áramót.- fb
Lífið Tónlist Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Lífið Fleiri fréttir Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ „Sköpunargáfan er svo mikill prakkari að hún ullar á plön“ Tanja Ýr eignaðist dreng Kornungur og í vandræðum með holdris Helmingur labbar út þegar komið er að því að teygja Sjá meira