Sandkassi Björn Þór Sigbjörnsson skrifar 17. febrúar 2011 08:35 Margt hefur gengið hægar og verr í íslensku samfélagi en vonir stóðu til þegar þjóðin stóð agndofa yfir rústunum af hrundu bankakerfi haustið 2008. Eitt af því er endurnýjun hugarfars stjórnmálanna. Útþenslustefna bankanna og stemningin í kringum þá urðu ekki til af sjálfu sér. Tiltekin pólitísk hugmyndafræði varð ofaná á tíunda áratug síðustu aldar og á grunni hennar voru viðmið samfélagsins reist. Eftir hrunið var því eðlilegt að halda að í hönd færu tímar heilbrigðrar samkeppni hugmynda og málefnalegrar umræðu um grundvallarmál. Ekki bara um kosti og galla frjálshyggju eða hægri- og vinstripólitík heldur almennt um öll mál sem mega teljast mikilvæg fyrir samfélagið og borgurunum til hagsbóta. Því miður hefur reyndin orðið önnur. Þegar fylgst er með Alþingi verður ekki annað séð en að æði margir þingmenn hafi sett markið ansi lágt. Að þeirra pólitík snúist um það eitt að koma höggi á andstæðinginn. Að persónulegu sigrarnir felist í vel heppnuðum tilsvörum. Sjálfsagt væri það allt í lagi ef hér ríktu ekki nokkuð sérstakar aðstæður. Mjög mörg brýn mál eru á dagskrá. Ísland á í aðildarviðræðum við Evrópusambandið, auðlindanýting og fiskveiðistjórnun eru ofarlega á baugi, skattkerfið er í deiglunni og stóreflis atvinnuuppbygging er nauðsynleg, svo fátt sé nefnt. Fengur væri að upplýstri, yfirvegaðri umræðu um þessi mál og önnur og eðlilegt að allir stjórnmálamenn í öllum flokkum tækju þátt í henni. Raunar má færa fyrir því rök að þátttaka og framlag stjórnmálamanna til slíkrar umræðu sé eitt af meginhlutverkum þeirra. Ef til væri formleg starfslýsing fyrir alþingismenn væri kveðið á um eitthvað slíkt í henni. En svo virðist sem býsna margir stjórnmálamenn telji það ekki í sínum verkahring að stuðla að eða taka þátt í svoleiðis umræðu. Um Evrópusambandsmálin hefur til dæmis ekkert gagnlegt verið sagt á þingi síðan umsóknin var ákveðin sumarið 2009. Margsinnis hefur málið verið tekið upp en einungis í þeim tilgangi að koma höggi á ríkisstjórnina, aðildarsinna eða Evrópusambandið sjálft. Um ólíka sýn á auðlindanýtingu, svo ekki sé minnst á fiskveiðistjórnun, er Alþingi ófært að ræða með vitrænum hætti. Menn eru ýmist flokkaðir sem vinir auðvaldsins eða byggðar í landinu og þar strandar allt. Skattamálin eru klippt og skorin. Sjálfstæðisflokkurinn má ekki heyra minnst á skattahækkanir en VG veit fátt sjálfsagðara. Þingumræður um málið hafa ekki komist á næsta stig. Samræðan um uppbyggingu í atvinnumálum markast af því að ríkisstjórnin telur sig vera að gera góða hluti í þeim efnum. Stjórnarandstaðan gæti allt eins talað við stein eins og Steingrím um stöðnunina og atvinnuleysið. Margendurteknar athuganir sýna að virðing almennings gagnvart Alþingi er við frostmark. Þingmönnum verður tíðrætt um þá staðreynd en virðast samt sem áður ekki telja það í sínum verkahring að reyna að bæta úr. Reglulega kalla þeir eftir breyttum vinnubrögðum, nýjum reglum og bættri hegðun annarra. En ekki virðist hvarfla að þeim að eðlilegast sé að þeir byrji sjálfir á að temja sér heilbrigðari siði. Fyrir vikið fer pólitísk umræða fram í sandkassa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Þór Sigbjörnsson Mest lesið Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun
Margt hefur gengið hægar og verr í íslensku samfélagi en vonir stóðu til þegar þjóðin stóð agndofa yfir rústunum af hrundu bankakerfi haustið 2008. Eitt af því er endurnýjun hugarfars stjórnmálanna. Útþenslustefna bankanna og stemningin í kringum þá urðu ekki til af sjálfu sér. Tiltekin pólitísk hugmyndafræði varð ofaná á tíunda áratug síðustu aldar og á grunni hennar voru viðmið samfélagsins reist. Eftir hrunið var því eðlilegt að halda að í hönd færu tímar heilbrigðrar samkeppni hugmynda og málefnalegrar umræðu um grundvallarmál. Ekki bara um kosti og galla frjálshyggju eða hægri- og vinstripólitík heldur almennt um öll mál sem mega teljast mikilvæg fyrir samfélagið og borgurunum til hagsbóta. Því miður hefur reyndin orðið önnur. Þegar fylgst er með Alþingi verður ekki annað séð en að æði margir þingmenn hafi sett markið ansi lágt. Að þeirra pólitík snúist um það eitt að koma höggi á andstæðinginn. Að persónulegu sigrarnir felist í vel heppnuðum tilsvörum. Sjálfsagt væri það allt í lagi ef hér ríktu ekki nokkuð sérstakar aðstæður. Mjög mörg brýn mál eru á dagskrá. Ísland á í aðildarviðræðum við Evrópusambandið, auðlindanýting og fiskveiðistjórnun eru ofarlega á baugi, skattkerfið er í deiglunni og stóreflis atvinnuuppbygging er nauðsynleg, svo fátt sé nefnt. Fengur væri að upplýstri, yfirvegaðri umræðu um þessi mál og önnur og eðlilegt að allir stjórnmálamenn í öllum flokkum tækju þátt í henni. Raunar má færa fyrir því rök að þátttaka og framlag stjórnmálamanna til slíkrar umræðu sé eitt af meginhlutverkum þeirra. Ef til væri formleg starfslýsing fyrir alþingismenn væri kveðið á um eitthvað slíkt í henni. En svo virðist sem býsna margir stjórnmálamenn telji það ekki í sínum verkahring að stuðla að eða taka þátt í svoleiðis umræðu. Um Evrópusambandsmálin hefur til dæmis ekkert gagnlegt verið sagt á þingi síðan umsóknin var ákveðin sumarið 2009. Margsinnis hefur málið verið tekið upp en einungis í þeim tilgangi að koma höggi á ríkisstjórnina, aðildarsinna eða Evrópusambandið sjálft. Um ólíka sýn á auðlindanýtingu, svo ekki sé minnst á fiskveiðistjórnun, er Alþingi ófært að ræða með vitrænum hætti. Menn eru ýmist flokkaðir sem vinir auðvaldsins eða byggðar í landinu og þar strandar allt. Skattamálin eru klippt og skorin. Sjálfstæðisflokkurinn má ekki heyra minnst á skattahækkanir en VG veit fátt sjálfsagðara. Þingumræður um málið hafa ekki komist á næsta stig. Samræðan um uppbyggingu í atvinnumálum markast af því að ríkisstjórnin telur sig vera að gera góða hluti í þeim efnum. Stjórnarandstaðan gæti allt eins talað við stein eins og Steingrím um stöðnunina og atvinnuleysið. Margendurteknar athuganir sýna að virðing almennings gagnvart Alþingi er við frostmark. Þingmönnum verður tíðrætt um þá staðreynd en virðast samt sem áður ekki telja það í sínum verkahring að reyna að bæta úr. Reglulega kalla þeir eftir breyttum vinnubrögðum, nýjum reglum og bættri hegðun annarra. En ekki virðist hvarfla að þeim að eðlilegast sé að þeir byrji sjálfir á að temja sér heilbrigðari siði. Fyrir vikið fer pólitísk umræða fram í sandkassa.