Þekkileg söngvaraplata Trausti Júlíusson skrifar 3. janúar 2011 06:00 Draumskógur með Valgerði Guðnadóttur. Tónlist Draumskógur Valgerður Guðnadóttir Valgerður Guðnadóttir vakti fyrst athygli þegar hún söng hlutverk Maríu Magdalenu í Jesús Christ Superstar í Verzló 1994. Síðan hefur hún verið iðin við kolann, numið söng og sungið stór hlutverk í fjölmörgum leikhúsverkum, þ.ám. Söngvaseið. Draumskógur er hennar fyrsta sólóplata og hún er að mörgu leyti vel heppnuð. Á plötunni eru ellefu sígild popplög, íslensk og erlend, í nýjum útsetningum. Þetta eru allt fallegar söngmelódíur. Þarna eru til dæmis Orfeus og Evridís Megasar, Ský á himni eftir Spilverkið, Kate Bush-lagið The Man With The Child In His Eyes með íslenskum texta og Draumaprinsinn eftir Magnús Eiríksson. Lögin eru útsett fyrir strengjasveit, píanó, kassagítar, slagverk og þverflautu. Útsetningarnar, sem eru í höndum Þorvaldar Bjarna og Vignis Snæs, eru smekklegar og gefa rödd Valgerðar mikið pláss. Söngurinn er hér í aðalhlutverki, sem kemur vel út, enda Valgerður fyrsta flokks söngkona. Á heildina litið notaleg plata, fín til að slá á fimbulkuldann og jólastressið. Niðurstaða: Notalegt popp. Mest lesið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Tónlist Draumskógur Valgerður Guðnadóttir Valgerður Guðnadóttir vakti fyrst athygli þegar hún söng hlutverk Maríu Magdalenu í Jesús Christ Superstar í Verzló 1994. Síðan hefur hún verið iðin við kolann, numið söng og sungið stór hlutverk í fjölmörgum leikhúsverkum, þ.ám. Söngvaseið. Draumskógur er hennar fyrsta sólóplata og hún er að mörgu leyti vel heppnuð. Á plötunni eru ellefu sígild popplög, íslensk og erlend, í nýjum útsetningum. Þetta eru allt fallegar söngmelódíur. Þarna eru til dæmis Orfeus og Evridís Megasar, Ský á himni eftir Spilverkið, Kate Bush-lagið The Man With The Child In His Eyes með íslenskum texta og Draumaprinsinn eftir Magnús Eiríksson. Lögin eru útsett fyrir strengjasveit, píanó, kassagítar, slagverk og þverflautu. Útsetningarnar, sem eru í höndum Þorvaldar Bjarna og Vignis Snæs, eru smekklegar og gefa rödd Valgerðar mikið pláss. Söngurinn er hér í aðalhlutverki, sem kemur vel út, enda Valgerður fyrsta flokks söngkona. Á heildina litið notaleg plata, fín til að slá á fimbulkuldann og jólastressið. Niðurstaða: Notalegt popp.
Mest lesið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira