Fannar: Verður ekki fallegur körfubolti Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. mars 2011 14:15 Fannar á von á hörkuleik í kvöld en lofar að hann muni hvergi gefa eftir. Mynd/Daníel Fannar Ólafsson, fyrirliði KR, á von á hörkuleik gegn Keflavík er liðin mætast í fyrsta leik undanúrslitanna í úrslitakeppni Iceland Express-deildar karla. Leikurinn hefst klukkan 19.15 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. KR vann 2-0 sigur á Njarðvík í rimmu liðanna í fjórðungsúrslitum og hefur ekki spilað í rúma viku. KR var þar að auki eina liðið sem þurfti ekki oddaleik til að komast áfram í undanúrslitin. „Manni finnst eins og að það séu þrjár vikur síðan að við spiluðum síðast og að við séum að koma úr góðri pásu,“ sagði Fannar í léttum dúr við Vísi í dag. „En þetta leggst mjög vel í mig. Við erum tilbúnir, búnir að æfa vel og við hlökkum til að byrja.“ Fannar lék áður með Keflavík sem lenti í basli með ÍR í fjórðungsúrslitunum. Framlengingu þurfti til í oddaleik liðanna í síðustu viku. „Ég held að það hafi engin áhrif á þessa rimmu. Keflavík er með mjög reynslumikið lið og eru mjög áþekkir okkur inn á vellinum. Ég á von á hörkubarning á báðum endum vallarins og tel að þetta verði svakalegur leikur í kvöld.“ „Ég held að þetta verði leikir sem munu klárast á síðustu mínútunum. Það lið sem er duglegra að ná í aukafrákastið, bjarga bolta og stela kemur til með að vinna leikinn.“ „Þetta verður ekki áferðafallegur körfubolti heldur mikil barátta. Keflavík er þekkt fyrir að spila fast og við gefum heldur ekkert eftir í þeim málum. Það er fínt og þannig á úrslitakeppnina að vera. Við hlökkum bara til.“ Bæði lið eru þó með öflugar skyttur. „Við erum með eina öflugustu skyttu landsins í Brynjari (Þór Björnssyni) og þeir í Magga (Magnúsi Þór Gunnarssyni). Þeir eiga eftir að núlla hvorn annan út. Ég held líka að stigaskorið verði hátt í þessum leikjum, í kringum 80-90 tig, og verða menn því að skora töluvert.“ „Við erum hins vegar að horfa til þess að við erum með dýpri bekk en þeir og ætlum við að reyna að nýta okkur það í hið ítrasta.“ Sigurður Gunnar Þorsteinsson hefur verið að spila vel með Keflavík og á Fannar von á hörkurimmu við hann undir körfunni. „Hann hefur verið að spila eins og engill, sérstaklega á seinni hluta tímabilsins. Okkur bíður því verðugt verkefni að halda aftur af honum. Hann getur þó ekki bara mætt í KR-heimilið og farið að rífa kjaft. Hann mun þurfa að hafa fyrir hlutunum - því get ég lofað.“ Dominos-deild karla Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Sjá meira
Fannar Ólafsson, fyrirliði KR, á von á hörkuleik gegn Keflavík er liðin mætast í fyrsta leik undanúrslitanna í úrslitakeppni Iceland Express-deildar karla. Leikurinn hefst klukkan 19.15 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. KR vann 2-0 sigur á Njarðvík í rimmu liðanna í fjórðungsúrslitum og hefur ekki spilað í rúma viku. KR var þar að auki eina liðið sem þurfti ekki oddaleik til að komast áfram í undanúrslitin. „Manni finnst eins og að það séu þrjár vikur síðan að við spiluðum síðast og að við séum að koma úr góðri pásu,“ sagði Fannar í léttum dúr við Vísi í dag. „En þetta leggst mjög vel í mig. Við erum tilbúnir, búnir að æfa vel og við hlökkum til að byrja.“ Fannar lék áður með Keflavík sem lenti í basli með ÍR í fjórðungsúrslitunum. Framlengingu þurfti til í oddaleik liðanna í síðustu viku. „Ég held að það hafi engin áhrif á þessa rimmu. Keflavík er með mjög reynslumikið lið og eru mjög áþekkir okkur inn á vellinum. Ég á von á hörkubarning á báðum endum vallarins og tel að þetta verði svakalegur leikur í kvöld.“ „Ég held að þetta verði leikir sem munu klárast á síðustu mínútunum. Það lið sem er duglegra að ná í aukafrákastið, bjarga bolta og stela kemur til með að vinna leikinn.“ „Þetta verður ekki áferðafallegur körfubolti heldur mikil barátta. Keflavík er þekkt fyrir að spila fast og við gefum heldur ekkert eftir í þeim málum. Það er fínt og þannig á úrslitakeppnina að vera. Við hlökkum bara til.“ Bæði lið eru þó með öflugar skyttur. „Við erum með eina öflugustu skyttu landsins í Brynjari (Þór Björnssyni) og þeir í Magga (Magnúsi Þór Gunnarssyni). Þeir eiga eftir að núlla hvorn annan út. Ég held líka að stigaskorið verði hátt í þessum leikjum, í kringum 80-90 tig, og verða menn því að skora töluvert.“ „Við erum hins vegar að horfa til þess að við erum með dýpri bekk en þeir og ætlum við að reyna að nýta okkur það í hið ítrasta.“ Sigurður Gunnar Þorsteinsson hefur verið að spila vel með Keflavík og á Fannar von á hörkurimmu við hann undir körfunni. „Hann hefur verið að spila eins og engill, sérstaklega á seinni hluta tímabilsins. Okkur bíður því verðugt verkefni að halda aftur af honum. Hann getur þó ekki bara mætt í KR-heimilið og farið að rífa kjaft. Hann mun þurfa að hafa fyrir hlutunum - því get ég lofað.“
Dominos-deild karla Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum