Innlent

Gæslan kölluð út vegna aflvana báts

Jón Hákon Halldórsson skrifar
TF Gná var kölluð út.
TF Gná var kölluð út.
Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF GNA var kölluð út rétt eftir klukkan tólf í dag eftir að hjálparbeiðni barst frá skemmtibát sem varð aflvana við hafnargarðinn í Vogum. að auki voru björgunarskip og bátar Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á svæðinu. Einnig voru nærstaddir bátar beðnir um að fara til aðstoðar.

Tilkynning barst til stjórnstöðvar klukkan korter í eitt um að fiskibáturinn Hnoss væri kominn með bátinn í tog og sigldi með hann til Voga. Einnig var Jón-Oddgeir,  björgunarbátur Slysavarnarfélagsins Landsbjargar  á staðnum.  Skömmu síðar var þyrla Landhelgisgæslunnar komin á staðinn en snéri fljótlega tilbaka þar sem ekki var talin þörf á frekari aðstoð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×