Favre endanlega hættur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 3. janúar 2011 16:30 Favre hleypur af vellinum í síðasta skipti. AP Leikstjórnandinn Brett Favre hefur tilkynnt að hann hafi lagt skóna á hilluna. Þetta er reyndar í þriðja skiptið sem hann gerir það en flestir eru sammála um að hann standi við það að þessu sinni. Hinn 41 árs gamli Favre hætti árin 2008 og 2009 en gat svo ekki staðið við ákvörðunina þegar upp var staðið. Fyrst spilaði hann með NY Jets en síðan fór hann til Minnesota Vikings. Hann spilaði þó lungann af sínum ferli hjá Green Bay Packers. „Ég veit það er kominn tími á mig og ég er sáttur við það," sagði Favre eftir lokaleik Minnesota á tímabilinu sem var tapleikur gegn Detroit. Favre gat ekki spilað í lokaleiknum. Hann skilur eftir sig fjölda meta í NFL-deildinni en ótrúlegasta metið sem hann setti er að spila 321 leik í röð. Honum tókst að vinna Super Bowl einu sinni á sínum ferli en það var árið 1997 með Packers. Meðal þeirra meta sem hann á eru flestir sigurleikir (186), flestir kastaðir metrar (71.838 yardar), snertimarkssendingar (508) og tapaðir boltar (335). Favre átti erfitt með sig á blaðamannafundinum er hann tilkynnti að hann væri hættur. Favre átti frábært tímabil í fyrra og var hársbreidd frá því að koma Vikings í Super Bowl. Hann ákvað að reyna aftur í ár en hefði betur látið það eiga sig því það hefur allt gengið á afturfótunum bæði hjá honum og Vikings sem var fjarri því að komast í úrslitakeppnina. Hann missti einnig í fyrsta skipti af leikjum á ferlinum og lauk keppni afar lemstraður. Hann sér þó ekki eftir því að hafa reynt að spila áfram í ár. „Þetta hefur verið frábær reynsla fyrir mig. Vissulega gekk þetta tímabil ekki vel en svona er boltinn. Ég sé alls ekki eftir því að hafa reynt aftur í ár. Ég virkilega naut tímans hér í Minnesota. Ég sé ekki eftir neinu á mínum ferli og veit ekki um marga sem geta sagt það sama. Ég uppskar meira á mínum ferli en ég gat leyft mér að dreyma um. „Það verður aldrei auðvelt fyrir mig að hætta og ég veit að eflaust eiga einhverjir eftir að velta upp þeirri spurningu hvort ég taki annað ár. Af því verður samt ekki. Ég er hættur og núna er ég sáttur við að hætta," sagði Favre. Erlendar Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Sjá meira
Leikstjórnandinn Brett Favre hefur tilkynnt að hann hafi lagt skóna á hilluna. Þetta er reyndar í þriðja skiptið sem hann gerir það en flestir eru sammála um að hann standi við það að þessu sinni. Hinn 41 árs gamli Favre hætti árin 2008 og 2009 en gat svo ekki staðið við ákvörðunina þegar upp var staðið. Fyrst spilaði hann með NY Jets en síðan fór hann til Minnesota Vikings. Hann spilaði þó lungann af sínum ferli hjá Green Bay Packers. „Ég veit það er kominn tími á mig og ég er sáttur við það," sagði Favre eftir lokaleik Minnesota á tímabilinu sem var tapleikur gegn Detroit. Favre gat ekki spilað í lokaleiknum. Hann skilur eftir sig fjölda meta í NFL-deildinni en ótrúlegasta metið sem hann setti er að spila 321 leik í röð. Honum tókst að vinna Super Bowl einu sinni á sínum ferli en það var árið 1997 með Packers. Meðal þeirra meta sem hann á eru flestir sigurleikir (186), flestir kastaðir metrar (71.838 yardar), snertimarkssendingar (508) og tapaðir boltar (335). Favre átti erfitt með sig á blaðamannafundinum er hann tilkynnti að hann væri hættur. Favre átti frábært tímabil í fyrra og var hársbreidd frá því að koma Vikings í Super Bowl. Hann ákvað að reyna aftur í ár en hefði betur látið það eiga sig því það hefur allt gengið á afturfótunum bæði hjá honum og Vikings sem var fjarri því að komast í úrslitakeppnina. Hann missti einnig í fyrsta skipti af leikjum á ferlinum og lauk keppni afar lemstraður. Hann sér þó ekki eftir því að hafa reynt að spila áfram í ár. „Þetta hefur verið frábær reynsla fyrir mig. Vissulega gekk þetta tímabil ekki vel en svona er boltinn. Ég sé alls ekki eftir því að hafa reynt aftur í ár. Ég virkilega naut tímans hér í Minnesota. Ég sé ekki eftir neinu á mínum ferli og veit ekki um marga sem geta sagt það sama. Ég uppskar meira á mínum ferli en ég gat leyft mér að dreyma um. „Það verður aldrei auðvelt fyrir mig að hætta og ég veit að eflaust eiga einhverjir eftir að velta upp þeirri spurningu hvort ég taki annað ár. Af því verður samt ekki. Ég er hættur og núna er ég sáttur við að hætta," sagði Favre.
Erlendar Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Sjá meira