Lífið

Tímamót í Kronkron

Það eru mikil tímamót í versluninni Kronkron við Vitastíg þessa dagana. Í síðustu viku kom nýjasta stolt fyrirtækisins, fyrsta fatalína Kron by Kronkron, til landsins og fór í sölu, viðskiptavinum til mikillar ánægju.

Þar að auki hefur verslunin hafið samstarf með sænska tískurisanum Acne og franska tískumerkinu See by Chloé og eru vörur frá þessum merkjum komnar upp á slárnar.

Íslendingar munu eflaust taka sænsku tískusnillingunum í Acne með opnum örmum. Merkið var stofnað í Stokkhólmi árið 1996 með það fyrir augum að hanna 100 mismunandi gallabuxur fyrir bæði kynin, unisex-gallabuxur. Þetta vakti athygli innan tískuheimsins og árið 1998 kom fyrsta fatalínan á markaðinn. Nú er sænska merkið orðið heimsþekkt og talið frumkvöðull á sínu sviði.

See by Chloé ætti einnig að falla í kramið hjá viðskiptavinum Kronkron. Merkið réði nýlega til sín hönnuð undirmerkisins Sonia by Sonia Rykiel, sem hefur notið mikillar hylli í versluninni.

Kíkið endilega á nýju fatalínuna frá KronKron í meðfylgjandi myndasafni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.