Innlent

Búið að greiða níu milljarða í atvinnuleysisbætur frá áramótum

Vinnumálastofnun.
Vinnumálastofnun.
Búið er að greiða rúmlega níu milljarða króna í atvinnuleysisbætur frá áramótum en að jafnaði gera þetta um einn komma átta milljarða króna á hverjum mánuði.

Í áætlunum Vinnumálastofnunar var gert ráð fyrir að atvinnuleysisbætur yrðu í heild sinni 21,3 milljarðar króna á þessu ári en búast má við að sú fjárhæð muni hækka vegna boðaðra hækkana á bótum í tengslum við nýgerða kjarasamninga.

Á síðasta ári nam þessi fjárhæð 24 milljörðum króna. Skráð atvinnuleysi er nú 8,1 prósent en í apríl síðastliðnum voru alls 13.262 á atvinnuleysisskrá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×